Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 56
| IÐUNN
Heimsmyndin nýja.
Eftir
Ágúst H. Bjarnason.
[Framhald.]
c) Frumeindir og sameindir.
Ólífræn og lífræn efnasambönd.
Það er nú svo Iangt um liðið, síðan nokkuð um
þetta efni hefir komist að í »Iðunni«, að ekki veitir
af að rifja upp fyrir sér það, sem á undan er farið,
enda full nauðsyn á því til þess að geta áttað sig á
því, sem á eftir kemur. Kaflinn, sem fram undan
okkur er, er fremur hrjóstrugur og illur yfirferðar.
Þar er lítið annað að sjá en apalgrýli efnisins og
efnasambandanna; en bótin er, að þetta er, að því
er virðisl, eini rétti vegurinn til lífsins og þeirra lífs-
ins landa, þar sem grasið grær og lífsverurnar þróast
frá lægstu skepnu jarðarinnar til þeirrar æðstu.
Náttúran gerir engin stökk; og því verðum vér að
feta oss áfram hægt og hægt af einu stiginu á annað,
ef vér eigum að láta oss skiljast þá liina miklu þróun,
sem átt heflr sér stað í tilverunni. Eins verða menn
að hafa það hugfast, að þróunin er oftast nær afar
hægfara. Hún fer jafnvel hægar er skriðjökullinn, er
mjakar sér áfram hægt og hægt og stundum svo,
að augað getur alls ekki greint það. Miljónir ára
hafa ef til vill liðið, áður en fyrsta lífsfrjóið gat
orðið til hér á jörðu, og aðrar miljónir eða jafn vel
billjónir ára hefir það tekið hverja tegund lífsveranna
að breytast svo, að þær yrðu að aðgreindum, ólíkum