Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 57
IÐUNN]
Á. H. B.: Heimsmyndin nýja.
49
tegundum. f’ví að þótt svonefnd stökkþróun (mnta-
tionj virðist stundum geta átt sér stað á freinur
skömmum tíma, þá kemur það ef til vill eingöngu
af því, að breytingarnar liafa verið að smásafnast
fvrir í lífsverunni hið innra frá kynslóð til kynslóðar,
áður en þær brutust út í sýnilegri og átakanlegri
mynd. Ef vér nú reynum að feta oss stig af stigi tii
þess að finna samhengið í þróuninni og höfum það
á hinn hóginn liugfast, liversu hægfara hún er, þá
getur varla hjá því farið, að vér öðlumst einhvern
skilning á tilverunni og hinum margvíslegu tilveru-
myndum.
Kenningin um uppruna sólkerfanna fræddi oss um
það, að ef tveir eða fleiri himinhnettir rækjust á,
gætu þeir ekki einungis sundrast að meiru eða minna
leyti, heldur gæti líka farið svo, ef áreksturinn yrði
mikill, að öl) efni þeirra og efnasambönd leystust
upp og mynduðu )jrsandi frumþoku. Frumþoka þessi
fer svo að snúast í hvirfingu, þar sem áreksturinn
varð, en svo tekur hún að smádragast saman og
mynda sólir og stjörnur (sbr. »Iðunni« I. ár, bls. 41
o. s.).
Rannsóknin á hinum geislandi efnum hefir nú á
liinn bóginn gert það líklegt, að þessar frumþokur
lýsi ekki af því, að þær séu svo heitar, heldur af
hinu, að efnið í hnöttunum, sem fyrir árekstrinum
urðu, hefir ekki einungis leyst upp í efniseindir sínar,
heldur og í svonefndar rafmagnseindir /etektrona]
eða jafnvel öreindir (uratomj, sem eins og geisla-
rannsóknirnar hafa sýnt eru lýTsandi (sbr. »Iðunni« I.
bls. 132 o. s.).
Þegar nú frumþokurnar fyrir snúningshraðann, sem
á þeim var, svo og efnasamdráttinn, tóku að dragast
saman, þá fóru efnin, eins og litsjárkönnunin sýndi
Iðunti II. 4