Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 61
ItíUNN1
Heimsmyndin nýja.
53
Út frá hverri einustu efniseind er sífelt orkustrej'mi,
er gerir það að verkum, að efniseindirnar gera annað
iivort að hrinda hverri annari frá sér eða að draga
hverja aðra að sér með meiri eða minni áfjálgni
(af/initetj; dragist þær hver að annari, fara þær að
mynda sameindir með því að binda eina, tvær, þrjár,
fjórar og jafnvel lleiri frumeindir í eina heild. Vér
megum því ekki hugsa oss efniseindirnar eins og
þær séu dauðar og hlutlausar, heldur verðum vér að
hugsa oss þær sem sí-starfandi smáheildir, er senda
út frá sér í sífellu orskustrauma í fleiri eða færri
áttir og eru altaf að leitast við að mynda stærri
heildir, stærri eða minni sameindir (molecula/.
En eins og þegar er drepið á, eru frumeindirnar
mjög svo mishæfar til þess að mynda sameindir.
Sumar frumeindirnar eru að eins eingildar (mono-
ualentj, geta að eins hundið 1 frumeind; sumar tví-
gildar (diualent/, sumar þrígiidar (triualentj og
sumar fjórgildar (quadrivalent) o. s. frv. Einna
markverðust í þessu tilliti er kolaeindin, C (12), sem
er fjórgild, og köfnunarefniseindin, N (14), sem ýmist
getur verið þrígild eða íimmgild, enda mynda efni
þessi uppistöðuna í flóknustu efnasamböndunum,
sem til eru, hinum lífrænu efnasamböndum.
Efnasamböndunum hefir lengst af verið skift í
ólífræn (óorganiskj og lífræn (organiskj efnasam-
bönd, þótt enginn sé í raun réttri munurinn annar
en sá, að kolaefnis-samböndin eru talin lífræn, af því
að þau koma tíðast fyrir í likömum hinna lifandi
vera og verða til með lífsstaríinu, þótl nú sé raunar
lika farið að búa þau lil á efnarannsóknarstofum;
þar sem liin ólifrænu efnasambönd koma fyrir alstaðar
í náttúrunni og verða til án nokkurrar íhlutunar frá
lifandi líkömum.
Tökum nú nokkur dæmi til skýringar bæði upp á
lífræn efnasambönd og ólífræn.