Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 62
54
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN
Þegar illa logar í ofninum bjá manni, myndast
banvænt kolagas, er nefna mælti kolasúr (kuliltej,
af því það er orðið til úr 1 kolaeind og 1 súrefnis-
eind, því er formúla þessa efnis CO. Nú með því að
kolaeindin er fjórgild, en súrefniseindin að eins tvi-
gild, íinnur kolaeindin sér ekki fullnægt í þessu sam-
bandi, er ekki full »inetl«, því hefir hún svo ríka
tilhneigingu til að »metta« sig á nýjuin samböndum
við lífefnin í líkama vorum, og þessvegna er kolasúr-
inn svo hættulegur, eí vér öndum honum að oss,
hann legst óðara á öndunarfærin.
En ef skíðlogar i ofninum, myndast annað efni,
sem er þessu skylt, en ekki banvænt, nema alt of
mikið sé af því, og öðru sé ekki til að dreifa. Þetta
efni er kolsýran. í henni sameinast tvær súrefnis-
eindir einni kolaeind, þannig: OCO eða C02. Kol-
sýran er í sjálfu sér ekki banvæn, af því að þar
hefir fjórgild kolaeindin mettað sig á 2 tvígildum
súrefniseindum, þannig að öll gildi kolaeindarinnar
eru mettuð og þurfa því ekki frekari fullnægingar.
Kolaeindin myndar þar ferföld tengsl, jafn mörg og
gildi hennar eru, tvö við hvora súrefniseind, þannig:
o = c = o.
Kolasúrinn og kolsýran eru nú venjulegast loftkend,
nema sérstökum ráðum sé beitt; með miklum þiýst-
ingi má t. d. gera kolsýruna hæði fljótandi og fasta.
Onnur samselt efni koma ýmist fyrir í íljótandi eða
fastri mynd.
Almennasta dæmið upp á efnasamband í fljótandi
ástandi er vatnið. IJað er, eins og þegar er drepið
á, orðið til úr 2 lofltegundum, 1 súrefniseind, sem
er tvígild, og 2 eingildum vatnsefniseindum, og því
verður samhandið þannig: H — O — Ii eða H.,0.
Annað alþekt dæmi má nefna upp á efnasamband
í föstu ástandi, en það er matarsaltið. Það er orðið
til úr 2 frumeindum, 1 klóreind og 1 natriumseind,