Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 63
iÐCNNi Heimsmyndin nýja. 55
Cl Na, enda er það á efnafræðis máli nefnt Klor-
natrium.
Svona mætti nú halda áfram að sýna, hvernig hin
margvislegu samseltu efni, er vér þeklcjum, eru orðin
til úr lleiri eða færri frumefnum, en þetta verður að
nægja. Að eins skulu hér nefnd nokkur almenn sam-
sett efni með efnaformúlum sínum og efnafræðislieit-
um, svo að menn sjái, hvernig efnafræðingarnir hafa
rannsakað efnin og hvernig þeir tákna þau. Uppliafs-
staíirnir merkja, hvaða frumefni eru i hverju þessara
samsettu efna, en tölurnar hversu margar eindir eru
í því af hverju frumefni. Þar sem engin tala er við
bókstafatáknin er frumeindin að eins 1.
Nokkur samsett efni.
Venjul. nafn Efnaformúla Efnafræðislieiti
Matarsall ClNa Klórnatrium
Natron NaOH Nalriumhydroxid
Sóda Na3COa N atriumcarbonat
Glábersalt Na*>S04 Natriumsulfat
Saltpétur kno3 Kaliumnitrat
Kali KOH Kaliumhydroxid
Koparvitriol CuS04 Koparsulfat
Gips CaS04 Calciumsulfat
Marmari, Krit CaCOs Calciumkarbonat
Víkjum nú þessu næst að hinum flóknari efna-
samböndum.
Flest hin lífrænu efnasambönd eru meira eða minna
flókin kolasambönd. Nú er kolaefniseindin, eins og
þegar er tekið fram, fjórgild, getur í senn bundið 4
aðrar eingildar efniseindir, og tengist íleiri kolaefnis-
eindir innbyrðis, geta þær hvor um sig bundið þrjár
aðrar eindir. Séu svo þessar eindir marggildar,
geta þær aflur bundið aðrar eindir, og svo koll af
kolli, þannig að kolaefnis-samböndin geta orðið feiki-