Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 65
IÐUNN]
Heimsmj'ndin nýja.
57
Athugi menn þessa formúlu nánara, kemur það í
ljós, að hver kolaefniseind (C) hefir fundið sér full-
nægt með einföldum tengslum við hverja vatnsefnis-
eind (H), en ýmist einum eða tveim tengslum við
aðra sina líka, þannig að úr því verður hringur,
benzólhringurinn svonefndi. Hafa surnir talið benzól-
hringinn fyrsta spor í áttina til lífsins.
En kolaefniseindirnar geta líka myndað festar og
raðir, eins og síðar skal sýnt, og þar verður það
sama uppi á teningnum, að þótt samsettu efnin séu
orðin til úr nákvæmlega sömu frumeindum, geta þau
verið hverl öðru næsta frábrugðin, eins og eftirfarandi
dæmi sýnir.
Allir kannast, að minsta kosti enn, við vinandann
(svonefnt œtylalkoholj. Það er íljótandi, en reykult
efni, sem er orðið til úr 2 kolaefniseindum, 6 vatns-
efniseindum og 1 súrefniseind. Nú er til annað efni,
sem er loftkent og nefnist methylœther, en það er
orðið til úr nákvæmlega sömu frumeindum og vin-
andinn. Hvernig stendur nú á þessu? — Úr því frum-
eindirnar í báðum sameindum eru nákvæmlega þær
sömu, þá getur þetta ekki stafað af öðru en því, að
frumeindirnar hafi raðað sér niður sitt með hvoru
mótinu sitt í hvorri sameindinni. Og svo er það lika.
Frumeindirnar skipa sér þannig niður:
i vínandanum í methylæthernum
H H
H
H
H — C — C — O — H
H — C — O — C — H
H H
H
H
Svona getur niðurskipun frumeindanna í sameind-
unum valdið hinum margbreytilegustu eiginleikum.
Og þótt vér skiljum ekki enn nándar nærri, at hverju