Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 66
58
Agúst H. Hjarnason:
I IÐUNN'
þessi mikli og margvíslegi mismunur efnanna stafar,
þá förum vér að renna grun í, er vér leiðum oss
þessi og önnur þvílík dæmi fyrir sjónir, að alt muni
lögmálum bundið og hnitiniðað hvað við annað jafn-
vel í hinum smæstu og óásjálegustu efnissameindum.
En svo að vér snúum nú aftur huganum að kola-
efnissamböndunum, þá verða þau stöðugt ílóknari
og flóknari, og eitt er næsta einkennilegt, að sam-
eindirnar í þeim fara oft að mynda stærri heildir,
er haga sér úr því eins og ein sameind. Á þetta
sér einkum stað í mörgum af þeim hveljukendu efn-
um (colloida), er mynda lifandi líkami. Það tjáir ekki
að fara langt út í þá sálma hér að sýna mönnum
þelta, en þó verður að sýna ofurlitinn lit til þess að
benda mönnum á og leiða þeim fyrir sjónir, hversu
langt efnafræðingarnir eru komnir i rannsókn hinna
lífrænu efna. Kann að vera, að þeir menn, sem halda
því fram enn með miklum móði, að lífsgátan verði
aldrei leyst, miklist þá síður af sinni eigin vanþekk-
ingu, eins og þeir annars eru vanir að gera hvers-
dagslega.
Til er efni, sem allir þekkja og nefnist glycerin.
Því er þannig háttað:
H H H
I I I
H — C — C — C — H
I I !
OH OH OH
í því eru þrjár kolaeindir (C), sem á annan bóginn
tengjast vatnsefniseindum (H), en á hinn bóginn svo-
nefndum valnssúr (lujdroxyl, OH) eða einni súr-
efniseind (O) og vatnsefniseind (H) í sameiningu. I
náttúrunni verður þetta ofurlítið llóknara, kolaeind-
irnar fleiri og festin þar af leiðandi lengri, en festin
endar ])á venjulegast á 1 súrefniseind, þannig: