Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 68
00
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN
Svona mætli nú halda áfram að sýna, hvernig líf-
efnin myndast í náttúrinni, ef menn skildu það og
hefðu þess full not; en það tjáir ekki að fara lengra
út í þessa sálma hér. Aðeins skal þess getið að lok-
um, að það er aðallega blaðgrænan í jurtunum,
sem undir áhrifum sólarljóssins býr til í fyrstu flest
hinna lífrænu efnasambanda í náttúrunni á þann ein-
falda hátt, að orka sólarljóssins er notuð til þess að
kljúfa vatnið í frumeindir þess; svo er vatnsefnis-
eindin sett í samband við kolaefniseindina úr kolsýr-
unni og búið til úr þessu eitthvert lífrænt efnasam-
band með miklu orkumagni í sér fólgnu. Þegar svo
súrefnið, lífsloftið kemst aftur að þessu efnasainbandi,
leysist orkan aftur úr læðingi, um leið og kolið sam-
einast súrefninu og verður að kolsýru, en vatnsefnið
sameinast á liinn bóginn súrefninu og verður aftur
að vatni. Bendir þetta þegar í þá áttina, sem síðar
mun sagt nánara frá, að lífið sé ekki annað en eins-
konar hringiða efnabreytinganna, sífelt upphróf og
niðurrif, samholdgun og úrholdgun.
Lengi héldu menn nú, að þessi lífrænu efni, setn
nú hafa verið talin, gælu ekki orðið til öðruvísi en
innan vébanda hinna lifandi líkama; og það varð
aftur lil þess, að menn tóku að trúa því, að alt, sem
lífs er, kæmi úr eggi, eða með öðrum orðum, lífið
gæti ekki orðið til úr dauðum og ólífrænum efna-
samböndum. Og margt höfðu þeir menn, sem héldu
þessu fram, til síns máls. En svo virðist sem mann-
inum ætli að verða engir hlutir ómögulegir. Þannig
tókst þýzkum manni að nafni Wöhler að búa til
fyrsta lífræna efnasambandið úr ólífrænum efnum
árið 1828. Það var hið svonefnda þvagefni (urinstof/.
Síðan befir fjöldi lífrænna efnasambanda verið búinn
til. Það er þó fyrst á siðustu áratugunum, að veru-
legt skrið hefir komist á þetta, síðan hinn heiinsfrægi
efnafræðingur, Emil Fiseher, prófessor í Berlín, koin