Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 71
IUL'.W ]
Melchni'koír.
63
námi sinu og undirbúningspróíum á 2 árum. Fór
hann síðan 1864 lil t’j’zkalands til þess að halda
þar áfram líffræðisnámi sínu. Hélt þann þá fyrst til
Helgólands til þess að rannsaka sjávargróður. Frá
Helgólandi fór liann 1865 til þýzka lífeðlisfræðingsins
Lenckart’s, en bann kom honum að á rannsóknar-
stofu sinni í Giessen. Fví næst fylgdi hann Lenckart
til Göttingen, er hann varð liáskólakennari þar. Þaðan
lór Metchnikoff nokkra mánuði til Siebolts í Múnchen
og siðan alla leið til liffræðisstöðvarinnar í Neapel.
Arið 1867 hvarf hann aftur heim til Rússlands til
þess að verja þar doktorsritgerð sína og var siðan
gerður að dócent i dýrafræði fyrst í Odessa, síðan í
Pétursborg (Petrograd). Fám mánuðum síðar var
liann skipaður reglulegur prófessor í dýrafræði og
samlikjandi líffærafræði í Odessa.
Árið 1868, 23 ára að aldri, gekk Metchnikoff að
eiga ungfrú Ludmiliu Federovitch, inndæla stúlku,
sem þvi miður var berklaveik; og þrált fyrir allar
tilraunir manns hennar og langa dvöl í Madeira á
Spáni dó hún þar eftir 5 ára sambúð 1873. Árið
1875 kvæntist Metchnikoff' að nýju og liefir síðari
kona hans, er nefndist Olga Relocoyitoff, reynst
lionum trúr félagi og ágæt aðstoð í öllu visindastarfi
lians alla æfi síðan. Hún var ekki nema 17 ára og
ný-búin að Ijúka stúdentsprófi á lærða skólanum í
Odessu, er hún gekk að eiga Metchnikoíl. Eftir gifl-
inguna hlustaði hún á fyrirlestra hans og stundaði
nám bjá honum og varð upp frá því lians önnur
hönd. Þegar Melehnikoff kvæntist öðru sinni, var
hann allur i fósturfræðinni til þess að komast fyrir
um, hvernig fóstur þroskaðist, og tókst honum og
hinum ágæta vini hans, Ivowalewsky í St. Pétursborg,
á áratugunum 1866—88 að koinast að aðaldráttun-
um í þróunarsögu fóstursins hjá öllum hryggleys-
ingjum.