Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 72
64
Ágúst fí. Bjarnason:
I IÐUNN'
Árið 1882, er meslar óeirðirnar urðu á Rússlandi
og þá einnig við háskólann í Odessu út af morðinu
á Alexandir II., varð MetchnikolT að flýja land og
ieitaði þá til Messina á Sikilej'. Og hér var það loks,
sem liann fann æfiköllun sína og byrjaði á mesta
vísindalega þrekvirki æfi sinnar. Hann fór að taka
eftir »hvítu blóðkornunum« (levcocytesj í blóði
hryggdýra og liryggleysingja og komst brátt að raun
um, að þetta voru »heilbrigðisfulltrúarnir« í liköm-
um allra skepna, en jafnframt hin mestu »átvögl«,
er ætu alt, jafnt ætt og óætl, og þó helst það, sem
eilur er í líkama manns og beinum; því skírði liann
nú frumur þessar um og nefndi þær lireint og beint
átvöglin (phagocytes). Er nú saga að segja frá því,
hvernig MetchnikoíT komst að þessu og hvernig hann
að lokum sannaði það.
Haeckel, hinn þj'zki braulrj'ðjandi þróunarkenn-
ingarinnar, er lifir enn í hárri elli í Jena, hafði þegar
tekið eftir því árið 1857, að þessir hvítu »umskift-
ingar« (amöbur] í hlóði voru, — því að altaf eru þeir
að skifta útliti og lögun eins og nafnar þeirra, lægstu
einfrumungarnir, sem til eru, — gleyptu græn korn,
sem að þeim höfðu borist. Retta var sá litli vísir,
sem MetchnikolT byrjaði á, en svo hélt hann lengra
áleiðis og þræddi sig upp alt dýraríkið. Hann byrjaði
á lægstu frumdj'runum, amöbunum, og um þær vissu
menn áður, að þær gátu gleypt hvað sem fyrir varð,
ef þær að eins gátu þanið sig yfir það ineð líkama
sínum; enn fremur liöfðu útverðirnir í útlagi svamp-
dýranna þennan eiginleika; sömuleiðis frumurnar í
miðlagi (mesodermj marglittunnar, en í öllum þessum
dýrum mátti sjá hreyfingar hvítu blóðfrumanna, af
því að þau eru gagnsæ, og lýsti Metchnikoff öllu
þessu í merkri ritgerð, er hann nefnir y>Intracellular
digestioneL (millifrumu-melting) 1882.
Nú fóru um þelta leyti að berast fregnir af hinum