Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 73
IÐUNN]
Metchnikoff.
65
miklu uppgötvunum Pasteur’s um að flestir næmir
sjúkdómar orsökuðust af sóttkveikjum, er bærust inn
í líkamann, og að sjúkdómsverkanirnar stöfuðu eigin-
lega af liinum skaðvænu áhrifum vessa þeirra, er
sóttkveikjurnar smituðu úl frá sér* um líkamann.
Var ekki Metchnikoff nú lengi að setja þetta í sam-
band við uppgötvun sína, enda tók hann brátt að
sjá það á rannsóknum sínum, að hvítu hlóðfrum-
urnar myndu hafa aðalsóttvarnirnar í líkamanum
með höndum og berjast gegn öllu því skaðvæni, er
á liann herjaði. Um þetta reit hann aðra helztu rit-
gerð sína »Barátta líkamans gegn sóttkveikjunum«
og liélt þar þeirri skoðun fram, að náttúran hefði
kjörið hvítu blóðfrumurnar — »átvöglin« hans — til
þess að annast allar sóttvarnir í lifandi, blóði gædd-
um líkömum. En enn var þelta að mestu ósannað.
Þá tókst Metchnikofl’, árið 1884, að gera eina dásam-
lega tilraun, er sannaði mál hans fullkomlega. Til
er vatnafluga ein gagnsæ, er daphnia nefnist, og
gerill einn (monosporaj, sem getur aukist og marg-
faldast í blóði flugunnar og valdið dauða hennar.
Nú gat Melchnikofl" alhugað flugur þessar í smá-
sjánni og sýnt fram á bardaga hvítu blóðfrumanna
við gerla þessa í æðum ílugunnar. Hvítu blóðfrum-
urnar gerðu alt hvað þær gátu til þess að eta og
eyða gerlunum, og ef þeim lókst það, þá batnaði
flugunni, en yrðu gerlarnir yfirsterkari, dó hún.
Þarna var það sannað, hvað »átvöglin« hans Metchni-
kofl's gátu koinið að góðu haldi og það liefir sann-
ast æ betur og betur síðan.
Nú varpaði Metchnikoff dýrafræðinni fyrir horð og
tók að stunda lílTræðina einvörðungu. Hann sneri nú
heim til Odessa 1886 og varð forinaður líffræðisstöðv-
ar þar suður við Svartahafið og helgaði sig nú ein-
göngu »átvöglunum« sínum. En einhvern veginn fanst
honum lianti hafa ekki nóg svigrúm þarna suðurfrá
iðuim II. 5