Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 74
Ágúst H. Bjarnason:
I IÐUN’N
CG
og leitaði sér 1888 fyrst stöðu á Þýzkalandi, en fékk
ekki, og þá leitaði liann alla leið til Parísar á náðir
Pasteur’s, en þar fékk hann áheyrn. Fyrst setti Pasteur
undir hann tilraunastöð í École Normale, þar sem
hann sjálfur hafði bækistöð sína þá. En síðan gaf
hann honum nóg rúm og næga aðstoð í sinni eigin
stofnun, er síðar varð »Instilut Pasteur«. Par hélt
Metchnikoff ótrauður áfram rannsóknum sínum, og
lánaðist honum á næslu árum að sjma, að það sem
menn alment nefndu bólgu og ígerð væru ekki annað
en snögg og skjót herhlaup til ákveðinna staða í
líkamanum, þar sem óvinirnir, sóttkveikjurnar með
eiturvessum sínum og eiturgufum, sæktu á og reyndu
að ná inngöngu í hervirki líkamans. Undireins og
eiturvessarnir fiá sóttkveikjunum tækju að berast með
blóðinu, streymdu hvítu blóðfrumurnar að úr öllum
áttum til þess staðar, þar sem sóttkveikjurnar væru, og
taikju að ráðasl á óvinina, gleypa þá og búa til gagn-
eitur. Fyrir aðstreymi blóðsins roðnuðu limir manna og
bólgnuðu. En oft væri sigur blóðfrumanna dýrkeyptur;
þær keyplu hann sem sé oft með sínu eigin lífi, og úr
búkum þeirra myndaðist þá igerðin — hvít, gul og
græn, er ylli út úr kýlinu. En alt um það fengi lim-
urinn bót meina sinna, er búið væri að hleypa gral'tar-
naglanum, orustufleyg hinna hvítu blóðfruma út úr
kýlinu, og svo gréri alt um heilt.
Síðustu ár æfi sinnar var MetchnikofT önn.um kaf-
inn í því að sýna fram á það ásamt öðrum vísinda-
mönnum — einkum Pjóðverjunum Ehrlich og von
Behring, er fann gagneilrið gegn barnaveikinni 1890
— að líkaminn gæti búið til gagneitur gegn ýmis
konar sjúkdómum. Því fengju menn sjaldnast mislinga,
skarlatssótt o. s. frv. nema einu sinni. Og nú eru allir
lífeðlisfræðingar orðnir einna sólgnastir í það að finna
einhverskonar gagneitur eða blóðvelnis-lækningar á
sem llestum sjúkdómum.