Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 76
1IÐUNN
Ætli mig hafi dreymt það?
Smásaga
cftir
Guy de Maupassant.
[ Guy de Maupassant (f'rb.: mopassang') er fæddur 1850,
dáinn 1893. Hann er einhver hinn ágætasti smásagnahöf-
undur Frakka á 19. öldinni. Hann heflr ritaö ótal smásögur
og stærri skáldsögur. Iiinhver hezta af smásögum hans er
»Boule de suif« — Buddan! Al’ stærri skáldsögum lians er
»Une vie« (Mannsæíi) einna bezt; en kunnust er »BeI-Ami«
(Fagri vinur). — Maupassaut er frábær ritsnillingur,
en hann litur myrkum augum á lífiö og er oft klúr í
lýsingum sínum. Alt af má þó tinna að baki mannshjarlað,
er kvelst yfir öllu því, sem miður fer, og berst í vonleysi
og örvílnan yfir öliu því, sem ljótt er og logið. Smásaga
sú, er hér fer á eftir, er einkar gott sýnishorn hæði af
stílsmáta Maupassants og innræti. Maupassant varð hrjál-
aður undir ætilokin.|
Ég liafði elskað hana eins og óður maður. —
Hvers vegna elska menn svona? Hvers vegna?
Enn hvað það er undarlegt að sjá ekki nema eina
veru í allri veröldinni, hafa ekki nema eina hugsun
í höfðinu, ekki nema eina ósk í hjartanu og ekki
nema eitt nafn á vörunum, nafn, sem alt af er að
streyma upp úr djúpi sálarinnar likt og vatnsæðin,
sem bogar upp úr jörðunni, nafn,— sem menn alt af
eru að hafa upp fyrir sjálfum sér og mæla hljóðlega
af munni fram eins og — bæn.