Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 77
’ÐUNN] Maupassant: Ætli raig hafl dreymt pað?
69
lig ætla að segja ykkur söguna okkar. Ástin á
raunar ekki nema eina sögu og hún er alt af eins.
Eg sá hana af hendingu og feldi undir eins ástarhug
til liennar. Það var alt og sumt. Og í heilt ár lifði
ég á blíðu hennar, á ástaratlotum hennar, á orðurn
hennar, í örmum hennar og jafnvel í klæðum hennar,
rétt eins og ég væri umvafinn, fjötraður og altekinn
af öllu því, sem frá henni kom, og það svo, að ég
skeytti því ekki lengur, hvort það var nótt eða dagur,
hvort ég var lífs eða liðinn á þessari gömlu jörð
vorri.
En svo dó hún. Hvernig? Eg veit það ekki; ég
veit hvorki i þennan heim né annan síðan. En kvöld
eitt kom hún lieim — gagndrepa. Það hafði verið
hellirigning þá um daginn. Daginn eftir hóstaði hún
og hóstaði i heila viku og lagðist í rúmið. Svo man
ég ekki, hvað har við el'tir það. Læknar komu, ráð-
lögðu henni eitthvað og fóru. Lyf voru sótt, og ein-
hverjar konur komu þeim ofan i hana. Hendur
hennar voru heilar og þvalar, ennið brennandi, en
augun voru skær og hrygg. Hún anzaði mér, er ég
ávarpaði hana; en ekki man ég lengur, hvað hún
sagði. Ég er búinn að steingleyma öllu, öllu, öllu!
Hún dó, og ég man vel eftir veika, létla andvarpinu
hennar. Hjúkrunarkonan stundi við. Og ég skildi
það, skildi það alt of vel.
Svo man ég ekki meira, alls ekkert. Jú, ég sá
prest, sem spurði: .Ástmær yðar?‘ — Mér fanst eins
og hann hefði móðgað hana. Úr því hún nú var
dáin, hafði enginn leyfi til að segja þetta og ég rak
hann út. Annar prestur kom; hann var svo nærgæt-
inn og viðkvæmur, að ég táraðist á meðan hann var
að tala við mig um liana.
Svo voru einhverjir að ráðgast við mig um greftr-
unina, en ég man ekkert, hvað þeir sögðu. En ég
man eftir kistunni og eftir hamarshöggunum, þá er