Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 78
70
Guy de Maupassant:
t IÐUNN
hún var negld aftur. Það var eins og hvert liamars-
högg ræki naglana inn í hjartað á mér. Æ, guð
minn, guð minn!
Svo var hún grafin. Grafin! Hún! í þessari holu!
Einhverjir komu, kunningjakonur hennar, að ég
held, en ég skaut mér undan og þaul út. Fyrst hljóp
ég, en svo ráfaði ég fram og aftur um gölurnar eins
og rænulaus maður. Eg kom seint heim um kvöldið
og daginn eftir fór ég að ferðast.
í gær kom ég aftur til Parísar. En er ég leit aftur
herbergin mín, — herbergin okkar, rúmið okkar,
húsgögnin okkar og alt, sem maðurinn skilur eftir
sig lálinn, þá koin sorgin aftur yfir mig með þvíliku
ofurmagni, að mér fanst ég verða að opna gluggann
og fleygja mér út um hann alla leið til jarðar, —
drepa inig. Eg gat ómögulega haldist lengur við
milli þessara muna, milli þessara veggja, sem liöfðu
hlúð henni, hlíft henni, sem geyindu svo óteljandi
inargl eftir hana, jafnvel anganina af hörundi hennar
og andardrætti í hinuin agnarsmáu holum sínum.
Eg þreif hatt minn og ætlaði að forða mér. En þegar
ég kom í dyrnar, varð mér litið í stóra spegilinn í
ganginum. Hún hafði hengt hann þarna, svo að hún
gæti speglað sig frá hvirfli til ilja, þegar hún fór út;
svo að hún gæti séð, hvort fötin færu rétt, færu vel
og fallega, frá litlu skónum á fótunum og upp að
húfunni á höfðinu.
Eg nam rétt sem snöggvast staðar fyrir framan
spegilinn. Hann hafði svo oft sýnt mér myndina af
henni, svo einslaklega ofl, að hann lilaut að hafa
geyml hana. Ég stóð þarna skjálfandi og nötrandi
og einblíndi í spegilinn, þennan llata, djúpa, tóma
spegil, sem hafði lukt um hana alla, hafði átt hana
eins og ég, eins og ástsjúku augun mín. Mér fanst