Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 79
IÐUNN1
Ætli mig haíi dreymt það?
71
sem mér gæti þótt vænt um spegilinn. Ég snerli
hann, en hann var svellkaldur. Og ég sá þar ekkert
nema — afturgöngu af sjálfum mér.
En endurminningin, þessi grátlega skuggsjá, þessi
brennheita, tregasára skuggsjá þess liðna, þessi hræði-
lega skuggsjá, sem kvelur mann slíkum kvölum!
Sælt er þess manns hjarta, sem gelur gleymt, gleymt
öllu því, sem það hefir átt, öllu, sem flogið hefir í
gegn um það, öllu, sem vakað hefir fyrir því, öllu
því, sem það hefir lifað í og barist fyrir, gleymt til-
finning sinni, ást sinni, öllu! — Æ, hvað ég kvelst!
¥ ¥
Ég fór út. Og áður en mig varði og án þess ég
í raun og veru ætlaði það, var ég kominn út í
kirkjugarð. Ég fann undir eins hið yíirlætislausa leiði
hennar með marmarakrossinum hvíta og þessum fáu
orðum á:
»Var elskuð, elskaði og dó«.
þarna liggur hún nú niðri í jörðunni og er að
leysast sundur. það er hryllileg tilhugsun! Eg lá á
grúfu á gröf hennar langa-Iengi, alveg úrvinda. Svo
sá ég, að farið var að dimma, og einkennilega fárán-
leg ósk, ósk hins örvílna elskhuga, kom þá upp í
huga mér. Mig langaði til þess að vera þarna um
nóttina, síðustu nóttina, og syrgja á gröf hennar. En
hvernig átti ég að fara að þessu? Jú, mér datt ráð
liug til þess að komast undan kirkjugarðsvörðunum.
Ég slóð á fætur og fór að ráfa um garðinn, þennan
reit hinna framliðnu. Ég gekk og gekk. Enn hvað
liann var lítill, þessi sálnabústaður, í samanburði
við bæ hinna lifendu. Og hversu miklu fleiri voru
þó ekki þeir, sem dánir voru, en þeir sem lifs voru.
Vér byggjum oss há liús og breið borgarstræti og
þurfum feikna-rými fyrir þessar fjórar kynslóðir, er
geta lifað samtímis á jörðunni, og vér sáum og upp-