Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 80
72
Guy de Maupassant:
| IÐUNN
skerum, bergjum á vatninu og víninu og borðum
brauðið af ökrunum. En hvað verður svo úr þessu
öllu saman? Þrátt fyrir allar þessar hersveitir himn-
anna, er stigið hafa niður á jörð vora, sjást þeirra
lítil og jafnvel engin merki. Jörðin gleypir þær og
gleymskan hylur þær. Guðs friði!
Þá er eg var kominn kirkjugarðinn á enda, lók
ég allt í einu eftir því, að ég var í elzta hluta hans,
þar sem þeir, er dauðir voru um langt skeið, sjálf-
sagt voru búnir að blanda moldina holdi sinu.
Krossmörkin voru sígin þar í jörðu, og ef til vill var
nýjum aðkomendum stungið þar niður á morgun.
Blómin spruttu þar alveg óhirt og af sjálfsdáðum, og
grátviðirnir gnæfðu þar hátt í loft upp. Sorglega fagur
garður, endurnærður af mannaholdi!
Eg var þarna einn, aleinn. Þess vegna klifraði ég
upp í einn grátviðinn og faldi mig í hinu skuggalega
limi lians. Þarna beið ég og hélt mér dauðahaldi
utan um stofninn líkt og drukknandi maður um
rekavið.
Þá er orðið var aldimt, fór ég aftur úr fylgsni
mínu og tók nú að ráfa hægt og hljóðlega um garð-
inn. Þannig gekk ég Ianga lengi, en gat þó ekki með
nokkru móti fundið gröíina hennar aftur. Ég skreið
á höndum og fótum milli legsteinanna og leiðanna,
þuklaði fyrir mér eins og blindur maður og fór
höndum um sleinana, krossana, járngrindurnar og
fölnaða blómsveigana. Ég las nöfnin með fingur-
gómunum, með því að draga þá eflir stöfunum. En
mér var ómögulegt að finna Ieiðið hennar aftur.
Hvílík nótt! — Hvilíkt heljarmyrkur!
Engin skíma, engin ljósglæta nokkurslaðar. En
alt í einu varð ég óttasleginn, fyltist dauðans ofboði.
Grafir, grafir, tómar grafir! Eg settist niður á eitl