Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 82
71
Maupassant: Ætli mig haíi dreymt pað? [IÐUNN
ana og hafði fé af hverjum manni og dó í eymd og
angist«.
Þá er draugurinn hafði skrifað þetta, stóð hann
grafkyrr og horfði á verkið. En er ég snéri mér
undan, sá ég, að allar grafirnar höfðu lokist upp;
öll líkin voru risin og voru búin að afmá lygarnar,
er letraðar höfðu verið á legsteina þeirra af ættingj-
um og vinum, og settu sannleikann í staðinn. Og nú
sá ég, að allir höfðu þeir kvalið náungann á ein-
hvern hátt, með illgirni sinni, sviksemi, óhreinljmdi,
hræsni, lygum eða hrekkjum, lasti eða öfund; að þeir
höfðu stolið, svikið og rægt og haft ýmiss konar au-
virðilegt athæfi í frammi, þessir góðu feður, þessar
trúu eiginkonur, þessir tryggu synir og skirlifu dætur,
þessir heiðvirðu borgarar, þessir menn og þessar
konur, sem kallaðar voru lýtalausar! Öll skrifuðu
þau nú í senn á þröskuldinn að hinu eilífa hvílu-
rúmi sínu — sannleikann, hræðilegan, heilagan sann-
leikann, sem enginn þeirra vissi um eða þóttist vita
um, meðan þeir voru í lifenda tölu.
Ég hugsaði, að hún hlyti einnig að hafa ritað eitt-
hvað á legstein sinn, og ég hljóp nú alveg geiglaus
milli opinna grafa, milli likanna og beinagrind-
anna bein! að leiði henní^ svo sannfærður var ég
um að finna hana þar. Og^g sá hana líka að vörmu
spori, þótt ekki sæi ég í andlit henni sakir náblæj-
unnar. En á marmarakrossinum, þar sem ég fyrir
skömmu hafði lesið:
»Var elskuð, elskaði og dó«,
stóð nú:
»Fór út í rigningu til þess að svíkja unnusta sinn,
varð innkulsa og dó«.
Að því er ég frekast veit, fundu menn mig í dögun
meðvitundarlausan á leiðinu. [A. II. Ii. pýddi.]