Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 86
| IÐUNN
Úr endurmínningum ævintýramanns,
[Nl.]
Nú er ekki eftir að nefna nema 2—3 af kennur-
um þeim er við skólann voru, þegar ég kom í skóla:
söngkennarann og fimleikakennarann, en síðast sögu-
kennarann.
Söngkennarinn var Pélur Guðjohnsen. Hann var
jafnframt skrifari stiftamtmanns. Hann var maður
vinsæll mjög af flestöllum skólapiltum, en þar fyrir
utan átti hann nokkra fáa vini, er mátu hann mikils
að verðleikum, en íleiri átti hann óvini og jafnvel
hatursmenn; var það vel skiljanlegt þeim er veí þektu
hann, því að hann var maður ekki við allra skap.
Hann gat verið blíður og ástríkur sínum vinum, en
annars stórbokki og þjösnalegur, þegar svo stóð á
honum. Sérstaklega var hann önugur og óþjáll án
víns, en til allrar hamingju var hann sjaldan án
þess nema þegar hann var ný-vaknaður á morgnana;
hann byrjaði skrifstofustörf sín kl. í) á morgnana; á
leiðinni upp á skrifstofuna kom hann jafnan við í
búð á leiðinni (i Thomsens-búð framan af, meðan
Einar Jafetsson var þar verzlunarstjóri; siðan í
Smiths-húð, en þar var Þorvaldur Stephensen verzl-
unarstjóri, og síðar Jón O. V. Jónsson). Þar fékk
hann sér einhverja hjartastyrkingu og fór svo upp á
skrifstoíuna. Pétur skrifaði ágæta góða rithönd, en þeg-
ar hér var komið, var liann svo skjálfhentur, að hann
kom engum staf á pappírinn fyrri en liann hafði
fengið morgunskattinn, en þá sá heldur ekkert á
höndinni. Við vín var hann blíður eins og barn og