Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 87
IÐUNNJ
Jón Ólafsson: Endurminningar.
79
hverjum manni elskulegri. Hann var á sína vísu
smekkmaður á skáldskap, þegar ekki komu til hleypi-
dómar hans eða persónuleg óvild. Jónas Hallgríms-
son hataði hann1) og þekti sárlitið af kvæðum hans,
enda þótti honum ekki neitt til neins koma eftir
Jónas. Af »Hvað er svo glatt« kunni hann að eins
fyrstu vísuna, og söng hana með, þegar svo stóð á.
I þá tíð var hér aldrei sungið nema fyrsta erindið.
I’að var ekki fyr en 28. Ágúsl 1871, að hann heyrði
í fyrsta sinni erindið »Það er svo tæpt að trúa
heimsins glaumi«; þá kendi ég honum það, og þá
sagði hann við mig með tárin i augunum: »Hvernig
gat svona fagurt farið að koma út úr helvítis kjaft-
inum á honum Jónasi«. Hann var mjög hrifinn af
erindinu; enda var liann maður mjög viðkvæmur í
lund í aðra röndina. Tilfmningar hans voru heitar
og sterkar í hverja átt, sem þær fóru. Áhrif hans á
sönglist og músik hér á landi eru þjóðkunnari en
svo, að ég þuríi á það að minnast. Það var eðlilegt,
að þeir sem gefnir voru fyrir þessa list, hefðu mestu
mætur á honum. Eg var í mútum fyrstu 3 ár skóla-
veru minnar og gat því aldrei opnað munn til söngs,
en i söngfræðinni var ég vel að mér. Pétur Guðjohn-
sen var mér einkar góður og ástríkur, meðan ég var
i skóla. Hann álti gott bókasafn af útlendum skáld-
ritum, og bauð mér að lána mér hverja bók sem
hann ætti, og notaði ég mér það. Hann benti mér
oft á fögur kvæði, sem hann réð mér að lesa. Ég
sýndi honum oft vísur mínar og kvæði á þeim árum
og benti liann mér oít á það sem betur mátti fara. Má
ég sérstaklega þakka honum bendingar um, að yrkja
rétl undir háltum og að láta innihald orðanna svara
til lagsins, en á því er oft töluverður misbrestur hjá is-
lenzkum ljóðskáldum, ef þau yrkja undir sönglögum.
IJá er nú ekki nema einn eftir af kennurum, þeim
1) Aö likindum mest út úr kvæöinu wPorkell þunni«, sem er ort um P. G.