Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 88
80
Jón Olafsson:
[IÐUNN
seni voru við latínuskólann, þegar ég kom í hann.
Það var danskur maður P. C. Sleenberg að nafni,
þá hníginn að aldri. Hann hafði verið liðþjálfi (sergent)
í setuliði Dana á St. Croix (sem hann bar fram Sankt
kröis). Hann kendi okkur leikfimi. Hann var mein-
leysiskarl, en heldur vitgrannur. Ef einliver okkar
átti erindi heim til hans, t. d. með skilaboð um frí-
dag, þá gaf hann okkur ávalt góðan bitter og stund-
um tvo eða fleiri og var það vel þegið; annað veit
ég ekki um hann að segja, nema það, að hann bjó
í suðausturstofunni í húsi, því sem síðar varð presta-
skóli, en nú er verzlunarbúð Haraldar Árnasonar. Það
var merkishús í þá daga, því að niðri í húsinu var
þá háður yfirdóniur landsins í austur-stofunni út að
götunni, en í vestur-stofunni var bæjarþingsréttur
Reykjavíkur lialdinn, en uppi á loftinu i vesturendan-
um var rammgert herbergi og járngrindur fyrir glugg-
um; það var fangaklefi bæjarins eða »svarthoIið«.
þar voru seltir inn fullir menn, þjófar undir rann-
sókn o. íl., en það var oftast nær mannlaust.
Þetta stóð þannig, þangað til hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg var bygt, um það leyti sem hegningarlögin njTju
frá 1868 komu í gildi; því að með þeim voru af teknar
liýðingar, en valns og brauðs hegning sett í staðinn.
Það varð og alment hegningarhús fyrir landið. Áður
voru allir, sem dæmdir voru til hegningarhúss eða
betrunarhúss hegningar, sendir til Danmeikur. Steen-
berg gamli var fangavörður yfir föngunum í svart-
holinu, en ekki veit ég eða man, hvort hann var líka
böðull á þá sem hjTddir voru. Um leið og nýja hegn-
ingarhúsið var reist, var líka yfirdómurinn íluttur og
settur í »tukthúsið«, eins var farið með bæjarþings-
réttinn; og þar dúsa þeir báðir enn.
Bjarni rektor hafði farið utan sér til lieilsubótar
sumarið 1868 og dó hann þar úr lungnabólgu 21. Sept.;
^var Jens Sigurðson þá settur rektor og veilt em-