Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 89
IÐUNN1
Endurrainningar.
81
bætti næsta ár, en Jón Þorkelsson varð þá yfir-
kennari. Það ár varð Páll Melsteð stundakennari
í dönsku og landafræði og árið eftir stundakennari
í sögu í tveim bekkjum. Pál þekkja allir, svo að ég
þarf ekki að fjölyrða um hann; hann var ið mesta
Ijúfmenni, margfróður, sífjörugur og sískemtilegur, orð-
heppinn og fyndinn með afbrigðum. Og þótli okkur,
sem nutum kenslu hans, stór viðbrigði að fá hann
fyrir dönskukennara í stað Jónasar Guðmundssonar.
Hvað mig snerti, þá hafði ég áður beðið Jónas Guð-
mundsson að leyfa mér að nota Stockholms-stafsetn-
inguna í dönsku stílunum mínum, en hann hafði
neitað mér um það; kvað það valda glundróða, ef
piltar fylgdu ekki allir sömu stafsetningu. En hitt
liygg ég sannara, að hann hafi aldrei nent að kynna sér
þá stafsetningu og viljað vera laus við það ómak. Þegar
Páll tók við kenslunni, leyfði hann mér þetta óðara.
Einhvern tíma kom það fyrir í sögutíma hjá Páli,
að hann spurði pilt: »Hvernig gat hann séð þetta
fyrir fram?« »Hann vissi það gegnum spámanninn«,
svaraði pilturinn. — »Var þá gat á spámanninum?«
spurði Páll hægt og háðbroslega. Ég býst við, að
hvorki piltinum né öðrum sem á heyrðu hafi orðið það
aftur á, að viðhafa þessa dönskuslettu framar.
Þetta minnir mig á sögu af Hallgrími gamla Schev-
ing, sem ýmsir eldri menn munu kannast við. Piltur
var að snúa latínu á ísienzku hjá honum. í latínska
textanum stóð: urbem expugnavit. Pilturinn lagði það
út: »Hann inntók borgina«. — »Það hefir verið stór
inntaka«, sagði Scheving.
Fleiri kennarar voru ekki við skólann í minni tíð,
heldur en þeir sem ég nú hefi nefnt, og skal ég nú
vikja örfáum orðum að skólalííinu yfir höfuð.-------
[Hér detta minningarnar niöur; hafði höf. ekki ritað
meira af peira fyrir fráfall sitt.]
Iðunn II.
G