Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 90
tlÐUNK
Skáldið Jón Ólafsson.
»Hverl ljóðskáld, sem frjósamt á að vera«, segir
Jón Ólafsson í eftirmála við 2. útg. »Ljóðmæla«
sinna, »þarf að hafa talsvert af áhyggjulausum frí-
stundum. Ytri lífskjör min hafa ekki veitt mér þær.
Bæði fyrir þá sök og svo af því, að ég hefi sjálfur
kosið að beita mér heldur við önnur viðíangsefni,
hefi ég að eins haft Ijóðagerð að gaman-hjáverkum.
Og eftir því mælist ég, að hún verði metin«.
Nokkru neðar bælir liann svo við, að hann geri
ekki tilkall til að fá sér mældan út stóran teig á
skáldvanginum: — »ég tek ekki upp nema ofurlítinn
blelt í afskektu horni; en þann blett vil ég eiga
sjálfur einn fyrir mig«.
Það er ekki yfirlæti í orðum þessum, síður en svo.
En nú langar mig til, úr því Jón er dáinn, að svip-
ast ofurlítið um á þessum blettinum og hagræða um
leið, ef ég gæti, einhverju af skáldblómunum hans,
ef þau þá nytu sín betur. Vilji einhver koma með
mér inn i reitinn, er það velkomið. Ýmislegt er nú
þar auðvitað, eftir hið sviplega fráfall Jóns, harm-
dögg slungið, einkum það, er spratt úr insta eðli
hans og ég mun helzt reyna að hlúa að. En gróður-
inn er ekki ófegurri fyrir það, þótt döggfall sé, sízt
ef sólin fær að skína á milli og daggardroparnir
þegar minst vonum varir verða eins og að glóanda
gulli eða gimsteinum. —
Ættum við þá ekki fyrst að líta á æskugróðurinn.
þar sem unglingurinn unir sér í skauti náttúrunnar