Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 93
IÐUNN]
Jón Ólafsson.
85
arnir komu á svellið, Jón Ólafsson sjálfan álfadans-
inn og Valdemar Briem um brautförina af svellinu.
Jón varð hugfanginn af hugmyndinni og gekk um
kvöldið heim með Eiríki Briem, sem þá bjó í Hjalte-
sleðshúsi. Þar var matur á borðum, hangikjöt og
annað góðgæti og bauð Eiríkur Jóni að borða. Sett-
ust þeir niður sinn hvoru megin við borðið, en Jón
sinti ekki matnum, heldur tók að yrkja, og það stóð
lieima, þegar Eiríkur var búinn að borða, hafði Jón
lokið kvæðinu. Daginn eftir kom Valdemar Briem
svo sínu kvæði á hann líka, og hann var eittkvað
álíka fljótur að yrkja það.
Loks sýna þýðingar Jóns á kvæðunum úr »Kálum
pilti« og »Sigrúnu á Sunnuhvoli«, — eitthvað það
léttasta og inndælasta, sem ort hefur verið á íslenzku
máli —, hversu gott náttúruskáld Jón hefði getað
orðið, hefði hann kært sig nokkuð um það, t. d.:
Komdu, komdu kiölingur,
komdu mömmu grákálfur,
komdu kötturinn Branda o. s. frv.
Eða þetta:
Fögur er kvöldsólin, heiö og hrein;
lata kisa liggur á stein-----
Öðrum hefir að maklegleikum verið hælt fyrir á-
gætar þýðingar á norskum alþýðukveðskap; en upp
á síðkastið liafa menn nú þar eins og á öðrum svið-
um gleymt Jóni, þótt hann þar eins og víða annars-
staðar væri brautryðjandinn og allra manna snjall-
astur að þýða. En það gerir nú minna til. Það lifir
jafnan, sem á skilið að lifa.
Ekki hefði Jón orðið siður ástaskáld, hefði hann
iðkað það. Ég þekki að minsta kosti ekki öllu betra
og látlausara ástakvæði á islen/.ku en Skautaferðina,
eða kvæði, sem lýsir jafn-vel og náttúrlega því, sem
það ræðir um: