Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 94
86
Skáldið
IIÐUNN
fað var um miðjan vetur
og veðrið heldur svalt,
og létt féll niður Iognmjöll
úr lofti á hauðrið kalt;
vér skólapiltar skemtum oss
á skautum úti á tjörn
og fjöldi af öðru fólki,
bæði fullorðnir og börn.
4b
Og' svo lýsir hann því, er hann hitti ungu stúlk-
urnar og stúlkan, sem honum leizt á, biður hann að
binda á sig skautann. Hann bindur þögull á liana
skautann og aðgætir hinn um leið, gleymir alveg
skólanum og fer að renna sér með henni:
Par meir én hundrað manna
auk mín var skautum á,
en hana’ af öllum hópnnm,
já, hana eina’ ég sá.
Hvað tíma leið, hvað lengi
með ljúfri rann ég mey,
og livort ég var í heimi hér
eða á himnum veit ég ei.
Alt það, sem nú hefir verið nefnt, sannar mér, að
Jón hefði getað orðið eitt hið bezla náttúruskáld vort
og ástaskáld, ef hann hefði tamið sér það og ekki
horfið til annars, sem hann bar heitar fyrir brjósti.
En nú komu einmitt hin snöggu umskifti á æíi hans;
við komum að ádeilu-skáldinu og frelsispostulanum.
Eins og ungur guð geistisl hann nú frarn á víg-
völlinn fullur frelsisþrár og halurs á allri kúgun og
söng — eins og kunnugt er — íslendingabrag!
Sjaldan liefir meiri skruggu slegið niður á voru
landi en þegar íslendingabragur kom á prent. Fyrst
urðu menn alveg orðlausir, klumsa. Að nokkur skyldi
þora að yrkja og tala svona! En svo hljóp kvæðið
eins og eldur í sinu um endilangt Island og vakti