Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 95
IÐUNN]
Jón Ólafsson.
87
mönnum hug og djörfung. Það var því kvæði að
þakka, segja kunnugir menn, að sljórnarbótin varð
að áhugamáli almennings, og jafnvel höfðingjarnir
sjálfir brostu í kampinn yfir því. En auðvitað vildi
enginn styrkja Jón opinberlega í stríðinu, er vald-
hafarnir veittust að honum. Og þó álti kvæði þetta
fullkomið erindi i heiminn.
Hversu rangsleitið sem kvæði þetta kann að þykja
í garð Dana nú — og það hefði Jón Ólafsson fyrstur
manna fúslega kannast við — þá verkaði það og
verkar enn eins og salt jarðar á oss íslendinga, ef
einhverjum skyldi hætt við að gleyma þjóðerni sinu.
Eða hvaða íslendingur mun geta staðist orð þessi
sungin í algleymingi:
eij£ djöfullegra dáölaust ping
en danskan íslending!
nema hann viti það í lijarta sinu, að hann sé íslend-
ingur og ekkert annað? Tvisvar hefir mér hitnað í
hamsi yfir þessu kvæði, í fyrra sinnið, er ég sem
fundarstjóri á fjölmennum fundi í Khöfn var að
reyna að hringja niður heilan mannsöfnuð, er alt í
einu og upp úr þurru tók að syngja íslendingabrag
yfir hausamótunum á einum fundarmanni; og í ann-
að sinn, er hann var sunginn í sjálfs mín eyru sem
kennara við Mentaskólann af strákunum þar mér til
storkunar, annað hvort af því, að ég var þá orðinn
tengdasonur Jóns Ólafssonar, eða þá af því, að þeir
hugðu mig um of dansklundaðan. En hvort sem
heldur var, verð ég að segja það, að mér varð þetta
andleg stæling; enda hefi ég aldrei nein Dana-
sleikja verið, þótt ég hafi viljað unna Dönum sam-
mælis í öllum greinum.
íslendingabragur fór um landið eins og eldibrandur,
og Jón var ofsóltur fyrir. Aldrei hefir hann líklega
átt sökóttara á æfi sinni, enda minnist hann þessa í