Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 96
88
Skáldið
[ IÐUN’N
tveim lausavísum. Önnur er sú, þar sem hann ber
af sér að hafa haft lastyrði í frammi um konginn:
Peir ljúga þvi eg látið hafi i blað
lastyrði til kongsins majestatis
í crimen er ég kominn alt um það
í crimen lœsæ — beslialitalis.
En hin vísan er svona:
Aldrei hljóta af argi frið,
enga bót fá meina
heimska þrjóta að þreyta við
— það er Ijóta gamanið.
Ekkert kvæði lýsir þó betur en »Tár«, hversu
þreyttur Jón varð þá bæði á sálu og sinni:
Hjarta mitt var þannig sollið sorgum,
sinni mitt fékk náttúran ei blíðkað;
hryggur brjósti’ eg hvergi mátti létta,
harmabál mér tárin brendi’ úr augum. — —
En svo lítur hann alt í einu stúlkuna, sem hann
unni, og hyggur hann nú, að hún hati sig líka og
fyrirlíti eins og svo margir hinna. Hún liggur í grænni
laut úti á víðavangi og grúfir sig yfir bók, sem hún
hefir verið að lesa í. Hún helir sýnilega grálið. En
— hvað var hún að lesa? — Kvæðin hans? Þá
verður skáldinu að orði:
Úr hjarta minu hvarf á samri stundu
hatur, dramb og örvænting og hroki;
ásmegin með ást ég fann mér vaxa,
auðmýktin ég fann mig gerði sterkan.
Af Ijósri brá ég burtu tárin kysti,
blíðri meyju fast ég þrýsti að barmi;
hægt ég grét, en harmaði ekki lengur,
hvarm ég vætti sælum gleðitárum;
brjóst mitt eigi sorg nú lengur særði,
sakleysið því með mér hafði grátið.