Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 98
90
Skáldið
l IÐUNN
En ekki líður nema árið; þá fer Jón að horfa
dýpra. Þá fer hann að sjá og sannfærast um, að
mikið af þjóðarböli voru muni vera hrein og bein
sjálfskaparvíti. í hinu ágæta kvæði »Áfram« segir svo;
Ó, landar þér talið um kúgun og kvöl
og kúgið þó verst yður sjálíir!
Þér eruð að berjast við ánauð og böl
og eruð þó veilir og liálfir.
Hví kveinið þér, segi’ eg. Pér svarið mér hratt
og segist við harðræði búa.
En betra’ er ei verður, ég segi’ ykkur satt,
sá sem að lætur sig kúga.
Sú óheilla-gjöf, sem í arf er oss leifð
og um aldir í vegi mun standa,
það er hcimskan og fáfræðin, liégiljur, deyfð
sem að herfjölrar sál vora og anda.
Sú kúgun er hörðust! — En hrindum nú deyfð
og hressum nú fjör vort og anda,
notum þau öíl, sem að eru okkur leyfð,
þá skal ckkert i vegi’ okkur standa.
Pið hugsið, að Danskurinn hamli’ okkur alls,
hann liugsar, ef til vill, það sjálfur! —
Það er upplogin afsökun, fegrunar fals!
En það fegrar oss aldrei neitt gjálfur.
Og svo kemur að þessum spámannlegu orðum:
Er íslenzku kaupförin sigla um sj á
og sjálfir vér kraftanna neytum,
þá hlæjum að kúgun! — Pví hver getur þá
oss hamlað, að skipinu beitum? o. s. frv.
Þetta varð nú hin pólitíska trúarjátning Jóns upp
frá þessu, og þessari skoðun breytti hann aldrei; en
hún tók fyrir kverkar á öllu blindu Dana-hatri og
kyrkti það. Aftur á móti eggjar Jón nú landa sína