Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 99
IÐUNNJ
Jón Ólafsson.
91
lögeggjan um að leggja hönd á plóginn og lála ei
starfstímann líða ónotaðan. Og enn hvetur hann og
brjmir eins og mest hann má og atyrðir landa sína
þess á miili. Þetta má meðal annars sjá á kvæði
því, er hann yrkir um eldgosið 1873: »Ljómandi
faldar hin ísþakta ey«. Á eldgosinu sér hann, að —
»enn eru ei fornar slökknaðar glóðir« í landinu:
En hugsunarlif vort og ástandið alt
— já, alt petta gamla og rotna,
fánýtt og andlaust, frosið og kalt
er feyskið og parf að brotna!
Hcr er lijartanu hætt við að frjósa —
liér þarf sannarlegt eldfjall að gjósa!
Það var raunar ekki hætt við, að hjartað frysi í
Jóni eða að hann hætti að gjósa — hann gaus meira
og minna alla æfi! En nú voru það smá-skærur
innanlands og miklar deilur, er hann lenti í við
stiptamtmanninn, sem þá var, Hilmar Finsen, síðar
landshöfðingja, sem hann varð að útkljá.
Til marks um það, hversu smásmugulegir menn
þá voru í sakargiftum sínum á Jón, má tilfæra eftir-
farandi atvik, er ég hefi eftir próf., séra Eiríki Briem.
Veturinn 1872—73 var Jón á Elliðavatni hjá Bene-
dikt Sveinssyni. Ætlaði hann að koma þar upp prent-
smiðju. Jón kom með stýlinn; Magnús gamli Árna-
son trésmíðameistari smíðaði prentvél úr tré, en
sjálfur sigldi Benedikt til þess meðal annars að út-
vega sér prentsmiðjuleyfi. Um vorið kom gufuskip
hingað lil lands frá Bergenska félaginu, er það í
vinar- og virðingarskyni við oss íslendinga liafði
skírt »Jón Sigurðsson«. Til þess nú að fagna svo
góðum gesti og í þeirri von, að prentsmiðjuleyfið
fengist, orti Jón og Iét prenta í vélinni kvæði, sem
var sungið við komu skipsins, svo og 1 örk af smá-
riti einu, er Jón nefndi »Smávegis« og koma skyldi