Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 102
94
Skáldið
1IÐUNN
Þegar Jón er að leggja frá landi, fer hann eins og
svo oft endrarnær á alvöru-stundum lífs sins að rýna
sjálfan sig ofan i kjölinn, og þá er það, sem hann
kveður um leið og hann er að leggja úr landsýn:
Eg kveð pig, ísland! Verði þér alt að veg
og veiti guð þér stóra framtíð enn
og marga sonu’, er elska þig eins og eg
en eru meiri skapstillingar-menn!
f*á fer hann og að líta yfir líf sitt og grandskoðar
það nú betur en nokkru sinni áður. Og raunaleg er
niðurstaðan, sem hann kemst að. Honum finst sem
alt sé hrunið i rústir fyrir sér og að hann gangi á
gröfum dáinna vona, eins og segir í »Lííið mitt«, II.:
Líti ég aftur,
sé ég leiðum þakinn
kaldan kirkjugarð
með krossmark á gröfum.
Pað eru lífs míns
ijósar vonir,
er þar örendar
undir hvíla.
Pað eru aflraunir
æsku minnar,
drepið þrek
og þróttur brotinn.
Pað er ágætur
efniviður
til einskis ónýttur
af óhögum smið.
Og svo fyllist hann nú, þegar vestur kemur, þess-
ari áköfu heimþrá, sem hann jafnan var haldinn af,
er hann dvaldist um lengri tíma erlendis. Fáir held
ég að hafi kvalist meir af þeirri sýki en Jón Ólafs-
son, eins og sjá má af kvæðunum »Leiðindi« og:
»Ó, heim, heim, heim! mig langar, langar, Iangar
heim«. En hann átti nú eftir að gera upp ýmiss
konar reikninga við sjálfan sig, áður en hann næði
aftur sálarjafnvægi sínu; og þá yrkir hann meðal
annars hið stórfeldasta kvæði sitt »Niagara«, — skygnir
líf sitt í fossinum! Strengurinn yfir fljótið minnir
hann á Blondín, línudansarann; en það gefur honum
tilefni til samlíkingar. Hann minnist fífldirfsku sjálfs
sín og ofurliuga og segir: