Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 104
96
Skáldið
[IÐUNN
Áfram, áfram! utan tafar
ógnar-fljót um hulda slóð —
þú til ægis, eg til grafar!
Yrkjum saman vegaljóð.
Um líkt leyti og þetta var fer og að bera til muna
á trúartilíinningu Jóns. Hann var raunar alla æíi
guðstrúarmaður, þótt óháður væri öllum trúarkenn-
ingum, en alveg sérstaklega ber á miklum trúarinni-
leik einmitt um þetta skeið, sbr. niðurlagið á »Sierra
Nevada «:
Krjúptu, maðkur, í mold,
beygðu mikillátt hold,
öll þín stórmennska’ er stormhrakinn reykur.
Líttu undrandi önd
drottins almættishönd;
skil, live örlítill ert pú og veikur.
Og mér er til efs, að nokkur íslendingur hafi
nokltru sinni kveðið heitara bænarstef né rekið upp
sárara neyðaróp en þetta:
Guð minn, guð minn, lægðu, lægðu
lífsins storm!
Herra, herra! vægðu, vægðu
veikum orm!
[Meira ljós.1
En nú vill hann fyrir hvern mun komast heim,
heim, og kemst heim aftur. FjTsta gangan hans þar
er að leiðum dáinna vina, leiði bezta æskuvinarins,
skáldsins Kristjáns Jónssonar, er hann finnur minnis-
varðalaust, og leiði föður síns, þar sem hann segir
svo fagurlega:
Já, lífið mitt hefði orðið alt
annað, faðir minn!
heföirðu getað lifað og leitt
litla drenginn þinn.