Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 106
98
Skáldið
[ IÐUNN
En sár hvert, sem eg lét blæða,
er sverðið klauf fjandmanns rönd,
pað vildi’ eg, ef gæti’ eg græða
og gefa’ honum bróður hönd.
Vilji menn nú að lokum vita nokkuð nánara um
trú Jóns og lífsskoðun, þá kemur hún einna ljósast
fram í ljóðabréfinu til séra Jóns Bjarnasonar,
einkum i línum þessum, þar sem vikið er að ágrein-
ingsefninu milli Lútherstrúar og Unitaratrúar, frið-
þægingarkenningunni og útskúfuninni:
Eg trúi því, vinur, að trúin mín
sé tiu sinnum göfugri og sannari en þin.
En eg trúi líka’ að huggandi og heilög eins sé þér
og hjartfólgin þín trú eins og mín trú mér.
Og að við samleið eigum um eilifð, eg og þú;
já, ekki reyndar veit ég það, en það er mín trú.
Og alt sem gerði’ eg ilt, það ég enginn trúi að fái
afplánaö, svo sjálfur ég hjá þvi sleppa nái;
ég trúi því, að einni og sérhverri synd
fylgi seint eða’ snemma hegning í .einhverri mynd,
eins víst eins og afleiðing orsök fylgir beint,
eins örugt komi þetta fram, snemma eða seint,
ef ekki í þessu Iííi, í öðru lífi þá.
F.n — endurlausnartrúnni leiði’ eg minn hest frá.
Ég trúi þvi að eitt sinn fái allir menn bætt
fyr’ allar sínar misgerðir og hvert sár verði grætt,
og að sérhvers manns sál sé sjálfsagt til þess fær,
að sifelt verði betri og guði færist nær. —
Nú er Jón Ólafsson dáinn. Hann var ekki nærri
allur í ljóðum sínum; hann var meiri maður en það.
En ég hygg þó, að það bezta úr honum megi finna
einmitt þar, því að hann var altaf hreinskilinn við
sjálfan sig og hreinskiftinn við skáldgyðju sína. Þar
var ekkert fals og enga uppgerð að finna, eins og.
raunar aldrei hjá Jóni, það ég þekti til.