Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 107
IÐDNN)
Jón Ólafsbon.
99
Sjálfur hefir Jón endur fyrir löngu ort grafskrift
sína, og er hún eins og kunnugt er á þessa leið:
Hér und grænu leiði liggur
lúinn, þreyttur ferðamaður;
yfir því, að er hann dauður,
ef hann lifði, væri hann glaður.
Hvað hann var og hversu hann lifði,
heldur væri skrítin saga,
því fáir aðrir eins mörg Jifðu
ævintýri um sina daga.
Æfintýri þessi hafa nú flest öll dáið með honum
nema það, sem hann skemti stundum vinum sínum
með í góðu tómi. Þá var nú stundum hlegið dátt,
einkum þegar »Flóaferðin« var á leiðinni, því að
Jón sagði svo afburða vel og skemtilega frá. En
höldum áfram með sjálfslýsinguna:
Konginum var ei kær hann sagður,
kross ei neinn að framan bar hann;
öðruvísi en aðrir menn þó
alla sína daga var hann.
Hann var maður í hærra lagi,
liárið dökt og andlitsfölur,
snotur í æsku, en ófríkkaði
ævi svo sem lengdist spölur.
Þar skjöplast Jóni: Hann var jafnan fríður maður
sýnum og öldurmannlegur mjög og virðulegur, er
hann komst á efri ár, hvítur fyrir hærum að visu,
en sællegur í andlili og hinn karlmannlegasti utan
um sig, háttprúður að vanda, glaðlegur og glettinn í
tali. Á sunnudögum og helgum, þegar gott var veður
og hann klæddist sjaldhafnarfötum sínum og setti
upp pípuhatt, var hann heldur en ekki virðulegur
ásý'ndum. — Sagði ég þá við liann stundum að gamni
T