Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 109
IÐUNNl
Sú kemur stund -
[Siðasta kvæði Jóns Ólafssonar, fundið á lausu blaði
í einu vasakveri hans.]
Sú kemur stund, þá eg er ekki lengur,
að allir minir landar munu sjá,
þótt breyskur væri’ eg, var ég góður drengur
og vildi reyna sannleik þeim að tjá.
Þótt lygum væri’ og aurkasti ég eltur,
þá auðnaðist ei fjandmönnum að sjá,
að yrði ég frá sannfæringu sveltur,
þótt sveltur yrði’ eg bókmentunum frá.
Sú raunar sárt mér gremja’ að hjarta gengur,
að geta’ ei lokið kærast sjarf mitt við.
Það síðar sést, þá er eg ekki lengur,
að í því var þó bókmentunum lið.
Þvi það fer svo, þá lifi’ eg ekki lengur
og Ioksins liefi hlotið dauðans frið,
þá vekst upp aftur einhver nýtur drengur,
er óska-starf mitt siðar lýkur við.
Sem betur fér, þótt eg og aðrir deyi,
sem unnum trútt, þótt marka sýndist lítt,
vér megum eiga víst, að út deyr eigi,
vort ævistarf, ef það var einhvers nýtt.