Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 112
[ IÐUNN
Baugabrot.
Eftir
dr. Slgurð Nordal.
[ Sbr. Iðunni I, bls. 228.]
n.
Við háborðið.
Við sátum saman inni í veitingasal lestarinnar.
Pað var kvöld.
Hann lyfti glasinu: »Skál, ungi maður. Skál lífs-
ins og gleðinnar! Hvað er lífið annað en svona járn-
brautarferð gegnum myrkrið? Við komum út úr
myrkrinu og förum inn í myrkrið, en hvert? Við
sitjum ef til vill og höldum dauðahaldi um eitthvað,
sem við köllum farseðil, tryggingu fvrir því, að við
komumst 1 áfanga. En hvað getum við gert, ef lestin
rennur inn á ranga teina? Við erum magnlausir.
Forlögin, einhver blindur kraftur, atvikin bera okkur
áfram. Við getum stokkið út úr lestinni, ef við þor-
um, en stýrt — aldrei! Ut úr myrkrinu og inn í
myrkrið. Við eigum ekkert, nema Ijósglætuna, sem
við sitjum í. Gott, köllum hana fegurð, köllum hana
gleði, njótum hennar. Skál!«
Hann setti glasið á borðið og starði inn í það.
»Korngula, glóbjarta vín. Þú átt svala hafrænunnar,
yl sólarinnar, ilm vorsins; þú ert æfintýri, fult af
kjarna jarðarinnar, sem hefir alið þig, og ílugi sumar-
golunnar, sem hefir fóstrað þig — — — Við erum
öll æíintýri, öll sólarinnar börn. Kolin, sem brent er