Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 115
IÐUNN1
Baugabrot.
107
eða livortlveggja. En nú kemur lestin bráðum til
borgarinnar og við stígum báðir út. Svo skiljast leiðir
og við sjáumst aldrei framar. Þú hefir verið vingjarn-
legur við mig, hlustað á mig með þolinmæði og ég
hef séð á þér, að þú skilur mig. Viltu vita, hver ég
er? Ég hef rekið móður mína frá mér út í vetrar-
myrkrið. Hún bað um brauð og húsaskjól. Ég opnaði
gluggana og lét frostvindinn leika um stofurnar, af
því mér var of heilt. Og ég tók stóra brauðsneið af
borðinu og kastaði í hundinn minn. Hann lagði
niður rófuna og gekk burt. Hann étur aldrei þurt
brauð. Morguninn eftir lá hálfkólnað lík af gamalli
konu fyrir utan götudyrnar. Ég hringdi til lögregl-
unnar, og líkið var grafið í reitnum fyrir nafnlausa.
. . . Ég hef neitað systur minni um 5 krónur til
þess að borga húsaleigu. Ég gaf þjóninum á veit-
ingahúsinu þær um kvöldið í drykkjufé. Á leið-
inni þaðan mætli ég henni á götunni. Hún bauð blíðu
sína við fé. Ég gekk fram hjá án þess að þekkja hana.
Hvernig hefði ég átt að gefa mig á tal við hana?
Viltu vita hver ég er? Ég er fæddur í sorpinu og
alinn upp á götunni, fyrirlitinn, þrælkaður og barinn,
af því að tilviljunin lét mig fæðast fátækan. Á barns-
aldri var ég fullur af hatri, ég sór að verða sterkur
og auðugur til þess að velta háborðunum, hafa enda-
skifti á þjóðfélaginu og leiða hvern vesaling úr skot-
unum og fram í ljósið. Ég vann mig áfram. Ég safn-
aði mentun og menningu. En þær gáfu mér ekki
vald til þess að velta borðunum, heldur fengu þær
vald yíir mér. Ég fór að visu til verkamannanna og
sagði: »ég er einn af ykkar liði, styðjið þið mig, svo
skal ég hjálpa ykkur upp á við«. Og þeir gáfu mér
traust sitt, fengu mér í hendur vonir sínar, sveittust
og sultu fyrir mig. En á meðan sat ég og drakk vín
með einum af kúgurunum, sem ég átti að vinna á
móti. Og hann lyfti glasinu brosandi og sagði við