Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 116
108
Sigurður Nordal:
[ IÐUN’N
rnig: »þú ert skemtilegur sessuautur og segir marga
fallega hluti; mér þykir vænt um þá, sem sendu þig
hingað. Verkamannanna skál!«
Ég hef reynt að gera yfirbót. Ég hef klætt mig í
vinnuskyrtu og unnið á járnbrautum og í verksmiðj-
um. En ég gat aldei framar orðið jafningi bræðra
minna. Ég fann, að ég var að leika griinuleik, var
tvöfalt verri en áður. Því að um leið og ég var stoltur
af því að hafa fórnað þægindunum, naut ég minn-
ingarinnar í hverju spori. Ég gladdist af ótal smá-
hlutum, sem félagar mínir sáu ekki, sem ég skildi,
en þeir ekki. Og smáraunirnar, sem köstuðu skugga
yfir allan sjónhring þeirra, gerði ég magnlausar með
því að skoða þær með eilífðina í baksýn. Þá fyrst
fann ég, hvílík töfrasmíð mannssálin er. Hafi hún
einu sinni verið vakin til þess að skoða fegurð og
leyndardóma lífsins, getur liún sigrað alla eymd til-
verunnar, vonbrigði og fjötra, hungur og kulda. Hvers
vegna eru allar þessar miljónir sálna aldrei vaktar?
Ef þær skildu eymd sína, mundi öll jörðin titra við
af neyðarópum þeirra«.
Leslin rann inn í borgina. Hún rak upp langt og
skerandi blístur. Ég hrökk saman. Það nístist í gegn-
um mig eins og kvalavein úr þúsund kverkum.
III.
Vatnið.
Það var einu sinni vatn, sem lá í djúpum dal.
Sagan sagði, að það hefði myndast við skriðu, sem
féll fyrir dalsmynnið og stíflaði ána, sem rann eftir
dalnum, svo að hún Ilóði yfir láglendið og breylli
því í stöðuvatn.
í brekkunum alt í kring stóðu margir bæir, og
fólkið á bæjunum elskaði vatnið. Á kvöldin eftir