Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 117
IÐUNN1
Baugabrot.
109
sumarannirnar settist það á bakkana og horfði á
himininn, sem speglaðist í vatnsfletinum. Þar sáust
lika fjöllin beggja megin, sem stóðu á höfði eins og
brattar strendur við himindjúpið. Og um sólarlagið,
þegar eldrauð sk^' hvíldu yfir vesturfjöllunum, litu þau
niðri í vatninu út eins og seglbúnir drekar, skaraðir
gullskjöldum.
Og dalbúarnir lærðu smátt og smátt að taka him-
ininn í vatninu fram yfir himininn, sem var uppi
yfir þeim. Myndin var meir við þeirra hæfi en veru-
leikinn. Og þeir bygðu þennan ímjmdaða himin guð-
um, sem voru dálítið meiri og voldugri en þeir sjálfir,
og englum, sem voru ofurlítið betri og fallegri. Og
þeir voru sælir í trú sinni.
Tímarnir liðu. Vatnið lagði á veturna og mynd
himinsins varð dauf og köld. Vorin komu og ísinn
brotnaði og áin kom leirug ofan af heiðum, svo að
spegill vatnsins varð óhreinn og dapur. En alt af
setlist leirinn aftur og mynd himinsins birtist að
nýju í allri sinni dýrð.
Það voru upp í dalnum menn, sem efuðust um,
að himinninn í vatninu væri sá sanni himinn og neit-
uðu tilveru guðanna. En þeir voru dæmdir villutrú-
armenn á almennum safnaðarfundi, og það var trú
manna, að þeir yrðu ekki langlífir.
Svo var það einn sumardag eftir langvarandi þurka,
að dökkur hryggur sást framarlega í vatninu. Fyrst
héldu menn, að það væri bakið á stóru skrímsli,
skriðnu úr sjó. En í raun og veru var það eyri,
mynduð af framburði úr ánni.
Ár liðu. Eyrin stækkaði og fleiri bættust við. Aldir
liðu, og vatnið fyltist alveg. í stað þess komu egg-
sléttar engjar með elftingu og starung, engjarós og
smára. Vatnið var orðið að sögu, sem gamla fólkið
sagði.
Pá var það síðla dags á túnaslætti, að ungur