Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 118
110
Sigurður Nordal:
f IÐUNN
maður með grasatínu á bakinu kom neðan af engj-
unum. Á hól, sem áður hafði verið á vatnsbakkan-
um, sá hann gráhærðan öldung sitja og horfa fram
fyrir sig.
Gott kvöld, gamli minn! sagði ungi maðurinn.
Fallegt er blessað veðrið.
Og meir en svo.
Og bærilega eru engjarnar sprotnar. Ég á von á,
að það flekki sig víðast hvar sjálft á þeim í sumar.
Já, aldeilis! Éá er heima. Það er einhver munur
en meðan vatnið lá hérna, engum til gagns né gróða.
Ekki vil ég lasla vatnið, sagði ungi maðurinn. Víst
liefir það verið fallegt. En þó vildu líklega fáir
skifta nú.
Nei, auðvitað, sagði gamli maðurinn gremjulega.
Nú eru komnar engjar í staðinn með afbragðs kúa-
liögum og uppgripa heyskap. Og allur hugur yngri
kynslóðanna er við auðsafn og h'kainleg þægindi.
Pó að þið hafið tapað allri fegurð vatnsins, mist
sjónar á himninum og týnt guðunum — það gerir
ykkur ekkerl til. Þið hafið í staðinn fengið trúna á
leirinn.
Ungi maðurinn tók smára upp úr tínunni sinni,
horíði á hann um stund og sagði svo: Alveg rétt.
Við höfum lært að trúa á leirinn. Við íinnum í hon-
um sömu aílstraumana, sem kvíslast um alla tilver-
una og hljóta að vera í ætt við þann guð, sem
okkur er um megn að koma auga á. Við höfum
reynt að finna sannari mynd af alheiminum en
vatnið gat sýnt ykkur, í blöðum og blómum jurt-
anna, i augum og vexti dýranna. Ég hef reynt að
skilja þennan litla smára hérna, vaxa og lifa með
honum. Auðvitað er það ekki nema hálfur skilningur,
en ég vildi ekki skifta á honum og allri ykkar goða-
fræði.
Hann horfði vestur yfir fjöllin og hélt áfram: Vi&