Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 119
IÐUNN]
Baugabrot.
111
eigum að vísu engan himin. Hann er orðinn okkur
óendanlega fjarlægur. En þið áttuð hann enn þá síður,
því að hin smáfelda og ranga mynd hans, sem þið
störðuð á, huldi ekki einungis jörðina fyrir ykkur,
heldur leiddi ykkur svo villu vegar, að þið vissuð
ekki, hvar himinsins var að leita. Og sú guðsmynd,
sem byrgir ásjónu sína fyrir okkur, er áreiðanlega
nær liinum sanna guði en þær goðamyndir, sem þið
sköpuðuð í ykkar eigin líkingu.
Það varð stundarþögn. Svo benti öldungurinn upp
til tjallsins og sagði: Sérðu skarðið þarna. Þaðan
féll skriðan í fyrndinni. Það getur komið fyrir aftur.
I'á myndast nýtt og enn þá meira vatn. Þá kemur
himinninn aftur til íbúa dalsins.
En ungi maðurinn benti suður til heiðanna og
sagði: Vor kemur eftir vor. Hvað stórt sem nýja vatnið
yrði, hefir áin nógan tíma fyrir sér að fylla það, svo
lengi sem fannir bráðna á víðlendum heiðanna. Skrið-
an getur tafið og gert að engu verk margra kynslóða.
En eigi hún ekki samleið með þróun lífsins, þá
hlýtur hún samt að vinna fyrir gig.
IV.
Vegamót.
— — — Reyndu ekki að telja mér hughvarf. Sjáðu
hvernig bálurinn minn togar í landfestina og vill út.
Eg elska hið fjölbreylta og sivakandi liaf, og aldan,
sem er dauð ef hún nemur staðar, er systir mín.
IJegar ég hef dvalið um hríð á sömu slóðum, hlikna
blómin í kringum mig og sólin hættir að skína. Eyjan
þin er yndisleg, og ég vildi, að ég gæti að skilnaði
þakkað hverjum stíg, sem við höfum gengið, og kyst
hvern blett, þar sem ást þín hefir ljómað um mig.
En samt er liún nú að verða að fangelsi fyrir mig