Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 120
112
Sigurður Nordal:
| IÐUNN
— og sá sem finnur að hann er fjötraður, spyr
ekki um, hvort fjötrarnir eru úr blómum eða járni.
Ég gekk hér upp á hamrana i gærkveldi og ætlaði
að njóta þess í síðasta sinn að liorfa ofan yíir bæinn
þinn og túnið í aftanskininu. En augun leituðu út á
sjóinn, út í bjarmann við hafsbrúnina. Ég sá mann
sigla á báti beint i roða sólarlagsins. Sjórinn sýður
við kinnungana og streymir undir kjölnum. Fætnrnir
doðna- upp eins og súðin væri hlaðin rafmagni af
núningnum. Alt iðar og gengur í bylgjum fyrir aug-
unum, svo að hugann sundlar við. Himinn og haf
löðra í blóði, og loki hann augunum, sér liann
græna, eldbrydda vígabranda þjóta framhjá með ógnar-
liraða. Þá rís land á hakborða, brúnir klettar og bláir
tindar. Augun leita hvíldar á klettunum eins og flug-
móður fugl og fæturnir heimta fast land að stíga á.
í hamslausri gleði stýrir hann bátnum beint upp í
fjöruna, brýtur hann í spón og stekkur sjálfur í land
glaður eins og nýfæddur guð og slyppur eins og ein-
getinn sonur hins ófrjóva hafs. *
En augun eru enn þá blóðhlaupin og flóttaleg og
andlitið í djúpum hrukkum. Bóndadóttirin unga, sem
situr lömbin úti á tanganum, flýr heim á hlað, og
húskarlarnir á akrinum lyfta kvislunum og búast til
varnar. En gesturinn kastar sér niður á jörðina og
kyssir hana, siðan gengur hann upp á akurinn og
leggur báðar hendurnar á plóginn. Það er friðar-
táknið. Hann plægir akrana og slígur þungt til jarðar
til þess að íinna staðfestu moldarinnar. Dagarnir líða
við holla vinnu og kvöldin við ljúfa livíld. Hann er
eins og hann væri gróinn upp úr jörðinni meðal
þessa rólega sveitafólks. Bóndadóttirin með glóbjarta
hárið og sólbrenda handleggina er nú vinkona hans,
og hann tilbiður hana með lolningu sveitapiltsins,
sem elskar í fyrsta sinn. Á kvöldin, þegar liann hvilir
sig í hlaðvarpanum, kemur hún og leggur höndina