Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 121
XÐUNN]
Haugabrot.
113
yfir augun á honum, og þá finst honum þessi hönd,
sem hylur allan heiminn fyrir honum, líka vera meira
virði. Og alt í kringum þau grær gullið á ökrunum.
Svo kemur haustið, og hann ekur fullum vögnum
hlöðnum af korni til borgarinnar. Honum eru taldar
út skínandi hrúgur af gulli. Og við málmhljómiun
vakna gamlar endurminningar. Sveitalífið verður
hversdagslegt og borgin töfrandi. Hann kastar sér úl
i iðu borgarlífsins, grýtir gullinu í kringum sig.
Margir vilja vera gestir hans. Næturnar verða dagar
og dagarnir nætur. »Njótum augnabliksins, karnpa-
vínslöðursins af lífinu. í kvöld er hláturinn og gleðin
á okkar bandi. Dans og vin og konurkc Eitt kvöld
situr hann í glæsilegasta skemtisal borgarinnar, einn
úti í horni. Fyrir framan hann iðar lífið, haf af
hvítum örmum og mjúkum lokkum, stirndur himinn
af tindrandi steinum og glampandi augum. Það er
eins og gólfið gangi í breiðum bylgjum undir dans-
inum. Honum verður lilið út i gluggann. í myrkrinu
bregður fyrir bleikum andlitum, tærðum af hungri,
afmynduðum af glæpum. Og mitt á meðal þeirra er
ung slúlka, sem grætur svikin heit, og gamall bóndi,
sem kreppir hnefana af heipt. Vitleysa! Lífið er
draumur, skínandi draumur. Draumur, ekkert nema
draumur? Þarna lcemur Chloe til hans, faðmurinn er
opinn og varirnar rauðar. Hrafnsvartur lokkur hefir
vilst niður á hálsinn og liðast þar eins og höggormur.
Draumur, ekkert nema draumur? Hann réttir armana
fram á móti henni, en hrindir henni frá sér. Vík frá
mér, salan! Og hann þýtur aleinn út i hauslmyrkrið.
Snöggvast slær óhug á gestina. Brjálaður? segir einn.
Féþrota! segir annar. Og aftur gengur gólfið í breið-
um bylgjum undir dansinum þangað lil föl morgun-
skiman fer að vætla inn um gluggatjöldin og slá ná-
blæ sínum á lampaljósið.
Um vorið sést einkennilegur gestur á lorgum
Iöunn II. 3