Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 122
114
Sigurður Nordal:
• IIÐUNN
bæjarins. Hann er hvítur af föstum og vökum og
augun stara stór og dökk á eitthvert fjariægt tak-
mark, sem aðrir ekki sjá. Alþýðan safnast að þessum
aivarlega manni, sem heimtar jafnan rétt fyrir alt
sem lifir og ber djúpa virðingu fyrir hverju barni
sem fæðist, af því að allir eiga hlutdeild í hinni
óleysanlegu gátu lífsins. Yfirvöldin brosa að þessum
meinlausa sérvitring og þykir gott, að hann stj'ttir
skrílnum slundir. En orð hans eru liættuleg, þau
vekja eld og ólgu, því að í þeim býr djúp sorg yfir
raunum mannanna og hin heilaga sannfæring þess,
sem er orðinn sjálfum sér einskis virði. Þegar loks
á að handsama hann, er það of seint. Alþýðan slær
hring um hann og stjórnarbyitingin er óumflýjanleg.
Einbúinn utan úr mörkinni er orðinn að hershöfð-
ingja. Augun verða aftur snör eins og í val, engin
hreyfing óvinaliðsins dylst honum og hann kann við>
öllu ráð. Þessi her af allsleysingjum er ósigrandi —
og að lokurn er honuin lyft upp í hið auða hásæti
við fagnaðaróp múgsins. En liann varpar af sér
purpurakápunni og segir: »bræður mínir, ég er geslur
í þessu landi og burtfarartími minn er kominn«.
Hann gengur að ungri verkakonu, sem stendur þar
með barn silt við brjóstið, tekur það og lyftir því
npp í hásælið. »Lútið æskunni, framtíðinni sem er
að fæðast, hinum óteljandi kostum lífsinscc. Hann
gengur ofan að ströndinni að litlum bát, sem liggur
þar, veifar brosandi hendinni og vindur upp seglin.
Og vestanvindurinn ber hann burlu, slyppan og
snauðan, auslur í lönd morgunroðans, þar sem sólin
kemur upp og æfintýrin fæðast. — — —
Komi ég aftur til þín, þá rektu mig burtu og lok-
aðu dyrunum. Þá er ég ekki lengur sá, sem þú elskar
nú. En fréttirðu einhvern dag, að ég hafi druknað
úti á reginhafi, þá kastaðu rauðri rós í bylgjurnar
og helgaðu hana minningu minni. Þá hef ég dáið