Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 124
116
Louis Edgar Brown:
| IÐUNN
norður til Prishtina og veslur lil Prizrend eftir járn-
biautinni. Þeir ákváðu þess vegna að reka Serba
burtu úr skarðinu. Búlgarar juku lið sitt fyrir Kat-
chanik í þessum tilgangi, með tveimur hálfum her-
deiduin (12.000 manns).
Serbar höfðu íleiri en 100 íallbyssur fyrir. Hlaup-
vídd þeirra voru þrír þumlungar og sex þumlungar,
eins og títt er með Frökkum, og að auki höfðu þeir
stutlar hlaupvíðar fallbyssur til þess að skjóta sprengi-
kúluin með. Þeir höfðu nægilegan forða af skotfærum
fyrir vanalega orustu. Sex fylki af fótgönguliði, sem
staðið höfðu móti Austurríkismönnum fyrir norðan
skarðið, voru send til hjálpar. Fyrir hjálparliðinu,
sem var 3—4000 manns, var það rækilega brýnt, að
líf eða dauði Serbahers væri undir því kominn, hvort
þeir gætu hlutað Búlgaraher í tvo hluti, og komist
í gegnum hann, eða ekki. Því var þeim sagt, að þegar
þeir væru ekki lengur á móti Austurríkismönnum, þá
inundu þeir sækja lljótar fram að norðan. Þeir liefðu
óvígan her, og síðar yrði þeim ekkert verulegt við-
nám veitt.
Orustan bj'rjaði, og Serbum brann cldur í æðum.
Þeir eru óbrotnir, falslausir bardagamenn, með skarpa
sjón, og hata Búlgara af öllu hjarta. Hver maður í
her Serba bað guð um, að hann fengi að drepa tvo
Búlgara, áður en hann kæmi sjálfur fyrir skapara
sinn. Serbar höfðu óbilandi trú og trausl á málstað
föðurlands síns, að þeir berðust fyrir réltlælinu, og
trúðu því, að góður guð gæli aldrei leyft það, að þeir
biðu ósigur i úrslita orustu.
Stórskotalið Serba byrjaði bardagann. Þúsundum á
þúsundir ofan aí sprengikúluin, hlöðnum af járna-
rusli, og fallbysukúlum, sem sprungu hált í lofti og
drepa og særa alla sem fyrir neðan þær eru, var skotið
á óvinina. Herteknir Búlgarar sögðu síðar, að fyrstu
þrjá dagana, sem orustan slóð, hefðu sprengikúlur