Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 128
120
L. E. B.: Orustan fyrir Katclianik skarói. [ÍÐUNN
skarðið. Þeir börðust enn sem úlfar, er ekki geta
flúið. Búlgörum sóttist seint, en þeim þokaði áfram
um tvær rastir á dag. Serbneska þjóðin vissi þa5
öll, að alt var mist, en herinn einsetti sér, að falla
með frægðarljóma, og berjast þangað til að búið væri
að skjóta siðuslu sprengikúlunni á óvinina, og enginn
maður stæði uppi, er vopni gæti valdið.
Serbneskur hermaður sagði:
»Ég vildi heldur deyja á vígvellinum en lifa undir
oki Búlgara. Búlgarar liafa sigrað, en ég vil taka
svo marga Búlgara með mér burt úr heiminum, sem
unt er. Þeir verða margir, Búlgararnir, sem ekki sjá
þann dag, er sigurhrósið verður baldið yíir Serbum«.
Stórskotaliðið hélt áfrain að skjóta við og við, en
í rauninni voru öll skotfæri gengin upp. Uxavagn-
arnir voru liættir að koma vestan yflr fjallið með
háfermi af skygndum stórskeytum, til að fylla hinn
hungraða sarp fallbyssnanna. í stað þess héldu vagna-
lestirnar vestur yfir fjallað, i öfuga átt, en nú voru
vagnarnir fullir af sárum Serbum og dauóvona.
Serbar höfðu byrjað undanhaldið mikla til Prizrend
og Iþek. Þeir höfðu beðið ósigur i orustunni.
//. E. þýddi.J
Stærsta sjóorustan.
Stærsta sjóorustan, sem nokkru sinni heflr háð
verið í heiminum, er nýlega um garð gengin. Með
ugg og óþreyju biðu menn þessa atburðar í tultugu
og tvo mánuði, allan þann tíma, sem stríðið liafði
staðið; en þá í fyrsta sinni í sögunni lenti saman