Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 131
IÐUNN|
sjóorustan.
123
Annað beitiskip................. 26,200
Minna beitiskip.................. 4,870
Einn kafbálur.................... 1,000
Þrír tundurspillar............... 2,000
en ekki er ljóst, hvernig Bretar fara að gefa upp
tonnatölu á skipum, sem þeir kunna ekki að nefna,
svo að lítið verður á þessu bygt.
Á Breta lilið er »Queen Mary«, eilt liið stærsta
beitiskip og bezla að öllum vígbúnaði, bygl einu ári
fyrir stríðið, lang-stærsta tjónið. Skipshöfn liennar
voru 1000 manns, og af þeim hafa einir 8 komist lífs
af. í fyrstu héldu Þjóðverjar því fram, að þeir hefðu
einnig sökt »Warspile«, enn stærra skipi, en þar
skjátlaðist þeim á því og »Invincible«, sem þeir til-
færðu ekki í fyrstu fréttum sínum af orustunni. »In-
vincible« sökk með allri skipsböfninni 780 manns,
þar á meðal Hood flotaforingja. Bretar hljóta alls
að hafa mist yflr 5000 manns og alt að helmingi
fleiri en Þjóðverjar.
Þjóðverjar tilkyntu ekki annað tjón en »Pommern«,
»Wiesbaden«, »Frauenlob« og »Elbing«. En flota-
stjórnin enska fullyrðir, að skS7rsla þessi sé röng og
segir: »Ekki verður sagl neitt nákvæmlega um þelta
að svo stöddu, en eftir þeim skýrslum, er flotamála-
stjórninni hafa borisl, er hún ekki í neinum vafa
um, að tjón Þjóðverja sé ekki einungis hlutfallslega
meira en Breta, heldur og að öllu leyti [absolutelyJ«.
Svo áköf var skothríðin, meðan hún slóð sem
hæst, að rúður möl-brotnuðu af þrýstingnum í Ring-
kobing, bær sem er um 20 danskar mílur vegar, þaðan
sem orustan var liáð.
[Eftir Independenl.]