Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 134
126
Fanny Fern Andrews:
UÐUNN
meðal þjóðanna. Skal friðarþingum þessum komið í
fast horf og komi þau saman á ákveðnum tímum.
5. Ríkin skulu koma sér saman um að jafna öll
deilumál sín á friðsamlegan hátt. í þeim tiigangi skal
stofnað auk Gerðardómsins í Haag, sem þegar er
kominn á, í fyrsta iagi varanlegan Dómstól í milli-
ríkjamálum og í öðru lagi varanlegt Alþjóðaráð tit
rannsóknar og sátta.
6. Ríkin skuldbindi sig til að hefjast öll handa í
sameiningu á stjórnmála-, fjármála-, eða hernaðar-
vísu, gegn ríki því, sem kynni að vilja grípa lil vopna
í stað þess að hlíta úrskurði Dómstólsins í milliríkja
málum eða málamiðlun Alþjóðaráðsins til rannsóknar
og sátta.
7. Ríkin komi sér saman um að draga úr her-
vörnum sínum á sjó og landi.
8. Til þess að auðveldara verði að draga úr her-
vörnum á sjó skal afnema réttinn lil skipatöku og
lýsa höfin friðheilög.
9. Öll utanríkjamál skulu hér eftir vera undir um-
sjón þjóðþinganna hjá hverri einstakri þjóð. Engir
leynisamningar eru leyfðir.
Þannig er þá stefnuskráin. Alþjóða-sambandið er
þeirrar skoðunar, að nú þegar beri að leggja grund-
völlinn að því nýja mannfélagi, sem eigi að setja á
stofn að ófriðnum loknum og álílur, að þessi Lág-
marks-stefnuskrá geli að minsta kosti gefið tilefni til
sameiginlegrar friðarstarfsemi um allan heim, og þessi
níu atriði, er hún felur í sér, voru einmitt samin í
þeim tiigangi að leggja þau lil grundvallar fyrir friðar-
samningum eftir ófriðinn.
Stofnun varanlegs friðar felur tvent í sér: 1., að
jafna deilur þær, sem nú eru efst á baugi í stjórn-
málum, fjármálum og landaþrætum, og 2., að koroa
á aftur alþjóða-lögum og tryggja, að þau verði haldin.