Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 137
ÍÐUNN|
Stefnuskrá Alpjóða-sambandsins.
129
sambandið, að friður verði aldrei full-trygður á
þennan hátt, með lögum og ákvæðum einuin saman.
Lögin geta aldrei fyllilega hafl hemil á rekstri stjórn-
málanna milli ríkja, en það er einmitl þessi sífeldi
stjórnmálarekstur ríkjanna hvers um sig við önnur
riki, sem hefir haft þennan ófrið í för með sér. Og
gegn þessum stjórnmálarekstri hafa allar sátta-um-
leitanir, friðmæli og góðvild meðal þjóðanna i Ev-
rópu reynst magnþrota. Til þess nú að draga úr
þessum hættum og erjum þeim, sem af þeim kunna
að stafa, leggur stefnuskráin tvent til: 1., að þjóð-
erni, trúfrelsi og notkun móðurmálsins verði trygð
öllum undirokuðum þjóðum, og 2., að girt verði
fyrir alla leynisamninga í utanríkjamálum og þeir
lagðir undir eftirlit þjóðþinganna.
Mesta nýmælið og markverðasta í stefnuskránni
er þó það, að ríkin skuldbindi sig til að leggja deilu-
mál sín undir Dómstólinn í milliríkjamálum eða
Alþjóðaráðið til rannsóknar og sátta og hlíta þeim
úrskurði, að viðlagri stjórnmálalegri, fjárhagslegri
eða jafnvel hernaðarlegri þvingun allra annara ríkja
gegn þeim aðiljum, er ekki vilja hlíta úrskurðinum.
Til þess einkum að greiða fyrir framgangi þessa at-
riðis, þegar friður verður saminn, hefir Alþjóða-
sambandið til viðhalds varanlegum friði verið stofnað.
Á það að vinna að því að vekja allar þjóðir til með-
vilundar um mikilvægi þessa atriðis, ef mannkynið
á framvegis að geta sneitt hjá blóðugum lieimsstyrj-
öldum.
Alþjóða-samhandið hefir þegar stofnað undirdeildir
í öllum helztu ríkjum heimsins til þess að rannsaka
til róta hvert einstakt atriði stefnuskrárinnar og kröfur
þær, sem af þeirn kunna að leiða í hverju landi.
Níu rannsóknarnefndir hafa þegar verið stofnaðar
um hvert einslakt atriði stefnuskrárinnar og þrjátíu
og fimm aðrar nefndir, er ganga í þjónustu hinna
Iðuim II. 9