Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 139
IÖUNN1
Norðlenzkar skrítlur um ófriðinn.
131
Þjóðverjar — Þýzkarar.
Þjóðverjar, sem stunduðu síldveiði við Norðurland
á undan Evrópustríðinu, voru oftast nefndir Þýzkarar.
I3egar það fréttist 1914, að Þjóðverjar hefðu ráðist
á Belgíu og Frakkland, varð tíðrætt í einu síJdar-
verinu um aðfarir þeirra, og þóltu þær fremur ófagrar
eftir frásögn blaðanna. Óskaði þá einhver, að Þjóð-
verjar biðu ósigur í þessum ófriði. Gall þá við ein
»sildar-kerlingin« og mælti: »Mér er sama þó að
helvitis þjóðverjarnir verði undir, ef blessaðir t*ýzk-
ararnir mínir sigra«.
Ótrúlegt.
Kerlingin: Ekki get ég trúað því, sem blöðin
segja um grimd Þjóðverja í Belgíu, eins og þeir voru
meinlausir á meðan þeir voru hérna á Hjalteyri.
Úr vísindaheiminum.
Karlinn: »Mig skal ekki undra þó að heilsufar
íslendinga sé bágborið á þessum tímum. Það er ekki
svo lítið eitur, sem Þjóðverjinn spýr út í loftið þarna
suður í löndunum. Eina bótin er, að halasljörnurnar
eru nærri jörðinni um þessar mundir, því að það er
þeirra eðli, að sjúga upp í halann alla ólyfjan úr
loftinu. En illar eru þær samt. Eins og geta má nærri,
er það ekki sináræðis kuldi, sem þær þeyta með hal-
anum ulan úr geimnum ofan á jörðina«.
Staka.
Flestir mestir eru í
eigin vitund sinni;
íinsl þeim jafnvel fremd í því
að flíka vitleysunni.
9'