Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 140
[IÐUNN'
Vitnisburður Bernhards Shaw
um Englendinga.
[Hinn frægi írski höf. Bernhard Shaw hefir i leikriti
sínu »John Bull’s olher islandc lýst Englendingum á þessa
leið:]
írlendingur og Englendingur eru að tala um þjóðar-
einkenni Breta.
í rlendingurinn [stekkur á lœtur]: Ja, nú veit ég það
alt saman. Ég held ég verði að skrifa grein um það
og senda hana í náttúrufræðistímarit.
Englendingurinn [starir á hann]: Hvað áttu við?
írl.: Það er einfalt mál. Þú veizt, að til er skor-
kvikindi — —
Engl.: Skorkvikindi!!!
írl.: Já, skorkvikindi. Og taktu nú eftir því, sem
ég ætla að segja, því að það er ný og markverð
vísindaleg athugun á þjóðareinkennum Englendinga.
Til er skorkvikindi — —
Engl.: Æ, vertu nú ekki að þessu, Larry. Vertu
ekki að þessari vitleysu.
írl.: Ég segi það og ég meina það, og þér mun
skiljast það undir eins. Skorkvikindi einu [Engicnding-
urinn lireyfir mótmælum, en lofar hinum þó að halda áfram] er
þannig farið, að þegar það skríður á trén í skógin-
um, fer það að líkjast laufblaði, svo að bæði vinir
þess og óvinir, dýr þau, sem það lifir á, og eins
fjandmenn þess geta haldið, að þetta sé bara laul'-
blað, sem ekki þurfi að óttast.
Engl.: Og hvað kemur þetla ensku þjóðareinkunn-
inni við?
írl.: Nú skal ég segja þér það. Heimurinn er eins